Telja líklegt að ráðamenn séu undir áhrifum „undirróðursstarfsemi“ Uber Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2022 11:05 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur uppi áform um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Leigubílstjórar eru ekki ánægðir með þau. Vísir/Vilhelm Tvö félög leigubílstjóra hafa sent frá sér harðorða umsögn um frumvarp innviðaráðherra til laga um leigubifreiðaakstur. Formaður þeirra telur að með frumvarpinu séu lögð drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubílaakstur hér á landi. Bifreiðastjórafélagið Frami og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra ítreka fyrri umsagnir sínar um fyrri frumvörp Sigurðar Inga Jóhannessonar um leigubifreiðaakstur. Áður höfðu félögin sagst leggjast alfarið gegn áformum um lagabreytingar og formaður félaganna, Daníel Orri Einarsson segir beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með breytingum á lögum um leigubílaakstur. „Vegna þeirra breytinga sem fram koma í hinu nýja frumvarpi er þó þörf á að gera frekari athugasemdir,“ segir í nýrri umsókn sem Daníel Orri ritar undir fyrir hönd félagsmanna beggja félaganna. Í umsögninni segir að ekki sé annað að sjá en að ráðherra leggi fram drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubifreiðaakstur hérlendis með því að heimila rekstrarform sem bjóða heim ójafnri samkeppni. Í frumvarpinu sé enn fremur opnað fyrir losarabrag í atvinnugreininni með afnámi vinnuskyldu og takmörkunarsvæða. Ekki tekið tillit til viðhorfa þeirra sem mesta þekkingu hafa „Í engu hefur verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda leigubifreiðastjóra við fyrri frumvörp - þeirrar stéttar er eðli máls samkvæmt hefur mesta þekkingu og reynslu í viðkomandi atvinnugrein,“ segir í umsögninni. Þá segir enn fremur að ekki hafi verið horft til afleiðinga sem afregluvæðing leigubifreiðaaksturs hefur haft á hinum Norðurlöndunum. Leigubílstjórar segja þær afleiðingar hörmulegar. „Aftur á móti er frumvarpið sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs Íslands og Samkeppniseftirlitsins og lagt til að fyrirtæki megi starfrækja leigubifreiðar og að engin bönd verði á fjölda bifreiða,“ segir í umsögn. Leigubílsstjórar segja það vekja upp áleitnar spurningar hvers vegna sjónarmiðum samtaka atvinnurekenda sé fylgt til hlítar en röksemdir og ábendingar stéttar leigubifreiðastjóra og Alþýðusambands Íslands hundsaðar. Stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að fá undanþágu Í umsögninni segir að frumvarp innviðaráðherra sé kynnt þannig að óhjákvæmilegt sé að ráðast í breytingar á lögum um leigubílaaksturs vegna þess að eftirlitsstofnun EFTA kalli eftir því. „Íslenskum stjórnvöldum var í lófa lagið að leita undanþága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mistök í því efni og fá þau leiðrétt - ekki er hægt að leggja ábyrgðina á þeirri yfirsjón á herðar stéttar leigubifreiðastjóra og notenda þeirrar þjónustu er þeir veita,“ segir í umsögninni. Þá segir að Alþýðusamband Íslands hafi leitt að því rök að Íslandi sé ekki skylt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að ganga eins langt í breytingum og lagt er til í frumvarpinu. Hneykslismál Uber ætti að drepa frumvarpið í fæðingu Leigubílstjórar segja að nýjar fréttir af hneykslismálum Uber og áhrifa stjórnenda þeirrar farveitu á stjórnmálamenn og blaðamenn víðs vegar um Evrópu, ættu út af fyrir sig að vera næg ástæða til að falla frá áformum um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs hér á landi. Sér í lagi að koma í veg fyrir að erlendar farveitur nái hér fótfestu. „Líklegt má telja að íslenskir ráðamenn - líkt og ráðamenn víðs vegar annars staðar í álfunni - séu undir áhrifum af undirróðursstarfsemi Uber,“ segir í umsögninni. Umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra má lesa hér. Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Bifreiðastjórafélagið Frami og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra ítreka fyrri umsagnir sínar um fyrri frumvörp Sigurðar Inga Jóhannessonar um leigubifreiðaakstur. Áður höfðu félögin sagst leggjast alfarið gegn áformum um lagabreytingar og formaður félaganna, Daníel Orri Einarsson segir beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með breytingum á lögum um leigubílaakstur. „Vegna þeirra breytinga sem fram koma í hinu nýja frumvarpi er þó þörf á að gera frekari athugasemdir,“ segir í nýrri umsókn sem Daníel Orri ritar undir fyrir hönd félagsmanna beggja félaganna. Í umsögninni segir að ekki sé annað að sjá en að ráðherra leggi fram drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubifreiðaakstur hérlendis með því að heimila rekstrarform sem bjóða heim ójafnri samkeppni. Í frumvarpinu sé enn fremur opnað fyrir losarabrag í atvinnugreininni með afnámi vinnuskyldu og takmörkunarsvæða. Ekki tekið tillit til viðhorfa þeirra sem mesta þekkingu hafa „Í engu hefur verið tekið tillit til margháttaðra athugasemda leigubifreiðastjóra við fyrri frumvörp - þeirrar stéttar er eðli máls samkvæmt hefur mesta þekkingu og reynslu í viðkomandi atvinnugrein,“ segir í umsögninni. Þá segir enn fremur að ekki hafi verið horft til afleiðinga sem afregluvæðing leigubifreiðaaksturs hefur haft á hinum Norðurlöndunum. Leigubílstjórar segja þær afleiðingar hörmulegar. „Aftur á móti er frumvarpið sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs Íslands og Samkeppniseftirlitsins og lagt til að fyrirtæki megi starfrækja leigubifreiðar og að engin bönd verði á fjölda bifreiða,“ segir í umsögn. Leigubílsstjórar segja það vekja upp áleitnar spurningar hvers vegna sjónarmiðum samtaka atvinnurekenda sé fylgt til hlítar en röksemdir og ábendingar stéttar leigubifreiðastjóra og Alþýðusambands Íslands hundsaðar. Stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að fá undanþágu Í umsögninni segir að frumvarp innviðaráðherra sé kynnt þannig að óhjákvæmilegt sé að ráðast í breytingar á lögum um leigubílaaksturs vegna þess að eftirlitsstofnun EFTA kalli eftir því. „Íslenskum stjórnvöldum var í lófa lagið að leita undanþága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mistök í því efni og fá þau leiðrétt - ekki er hægt að leggja ábyrgðina á þeirri yfirsjón á herðar stéttar leigubifreiðastjóra og notenda þeirrar þjónustu er þeir veita,“ segir í umsögninni. Þá segir að Alþýðusamband Íslands hafi leitt að því rök að Íslandi sé ekki skylt samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að ganga eins langt í breytingum og lagt er til í frumvarpinu. Hneykslismál Uber ætti að drepa frumvarpið í fæðingu Leigubílstjórar segja að nýjar fréttir af hneykslismálum Uber og áhrifa stjórnenda þeirrar farveitu á stjórnmálamenn og blaðamenn víðs vegar um Evrópu, ættu út af fyrir sig að vera næg ástæða til að falla frá áformum um afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs hér á landi. Sér í lagi að koma í veg fyrir að erlendar farveitur nái hér fótfestu. „Líklegt má telja að íslenskir ráðamenn - líkt og ráðamenn víðs vegar annars staðar í álfunni - séu undir áhrifum af undirróðursstarfsemi Uber,“ segir í umsögninni. Umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra má lesa hér.
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira