Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 10:38 Gunnar Smári vandar seðlabankastjóra ekki kveðjurnar og segir hann grímulaust ganga erinda auðmanna. Hann geri engar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja en grenji úr sér augun ef skúringakonan semþrífur skrifstofuna hans vilji eiga fyrir mat út mánuðinn. vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar. Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar.
Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10