Stuðlabandið springur út í Brasilíu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. ágúst 2022 17:01 Hljómsveitin Stuðlabandið er farið að vekja athygli í Brasilíu. Aðsend Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins. „Myndbandið var birt hér á Vísi og fékk ótrúlega góðar viðtökur. Út af því fór það að berast lengra og lengra út í heim þangað til að einhver í Brasilíu sá það,“ segir Fannar. Fannar Freyr Magnússon.Aðsend Í kjölfar þess fór Stuðlabandið að taka eftir örlítilli athygli frá Brasilíu á Instagram síðu sinni sem vatt aldeilis upp á sig. „Síðan fjölgaði skilaboðunum umtalsvert með hverjum klukkutímanum og svo sprakk þetta í gær þegar Xuxa sjálf setti myndbandið inn á Instagramið sitt. Síminn minn varð batteríslaus vegna tilkynninga á Instagram. Okkur finnst þetta svo fyndið og vitum í raun ekki hvað er í gangi. Þetta er einhver snjóbolti sem er kominn í gang og nú eru brasilískir fjölmiðlar byrjaðir að hafa samband við okkur í gríð og erg. Við þorum varla að opna inboxið okkar á Instagram því við höfum ekki undan að svara fólki.“ Athugasemdirnar eru allar á jákvæðu nótunum og skrifar einn notandi sem dæmi „Brasilía elskar þetta! Frábært!! Drottningin XUXA!“ View this post on Instagram A post shared by Stuðlabandið Ballhljómsveit (@studlabandid) Hvernig líður ykkur með þessa óvæntu og skemmtilegu athygli frá Brasilíu? Þetta er bara eitt það skemmtilegasta en jafnframt það óvæntasta sem við höfum lent í. Við vissum að þetta væri gamalt og vinsælt brasilískt barnalag en við gerðum okkur held ég engan vegin grein fyrir hversu vinsælt lagið er þarna úti í raun og veru og hversu sterk tengsl heimamenn hafa við lagið. Mikið af fólki er að skrifa við myndbandið að þetta hafi verið lag æsku þeirra og það geri þau svo stolt að sjá það síðan komið hingað til Íslands 24 árum síðar og hversu stórt það er hér. Þetta myndband virðist vekja upp miklar tilfinningar hjá brasilísku vinum okkar og þess vegna eru viðbrögðin svona svakaleg. View this post on Instagram A post shared by Xuxa Meneghel (@xuxameneghel) Væruð þið til í að skella ykkur út og halda tónleika? Jafnvel taka þetta á sviði með XUXA? Auðvitað! Við erum þvílíkir aðdáendur og það væri algjör heiður og draumur að fá að stíga á svið með henni. Það er nú þegar búið að hafa samband við okkur frá brasilískum sjónvarps og útvarpsstöðvum sem hafa mikinn áhuga á álinu. Einhverjir þaðan hafa viðrað þá hugmynd að fá Stuðlabandið á tónlistarhátíðina Rock In Rio sem er haldin ár hvert í Rio De Janeiro. Þannig hver veit? Stuðlabandið á Rock In Rio 2023? Hafið þið eitthvað spjallað við XUXA í kjölfar þessarar birtingar á Instagramminu hennar? Nei en við vonum þó að samtalið muni eiga sér stað von bráðar. Þá ætlum við að bjóða henni að koma til Íslands og spila með okkur á Þjóðhátið 2023. Hversu klikkað væri það? Við viljum svo í lokin senda ástar og þakkarkveðjur til Siggu Beinteins en það er einmitt hún sem á heiðurinn á því að hafa fært okkur Íslendingum lagið sjálft á sínum tíma þegar hún gaf það út með íslenskum texta eftir Ómar Ragnarsson á plötunni Flikk-Flakk árið 1998. Án hennar hefðum við hljómsveitin aldrei uppgötvað þetta frábæra lag! Tónlist Brasilía Íslendingar erlendis Árborg Tengdar fréttir „Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“ Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með. 22. júlí 2022 14:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Myndbandið var birt hér á Vísi og fékk ótrúlega góðar viðtökur. Út af því fór það að berast lengra og lengra út í heim þangað til að einhver í Brasilíu sá það,“ segir Fannar. Fannar Freyr Magnússon.Aðsend Í kjölfar þess fór Stuðlabandið að taka eftir örlítilli athygli frá Brasilíu á Instagram síðu sinni sem vatt aldeilis upp á sig. „Síðan fjölgaði skilaboðunum umtalsvert með hverjum klukkutímanum og svo sprakk þetta í gær þegar Xuxa sjálf setti myndbandið inn á Instagramið sitt. Síminn minn varð batteríslaus vegna tilkynninga á Instagram. Okkur finnst þetta svo fyndið og vitum í raun ekki hvað er í gangi. Þetta er einhver snjóbolti sem er kominn í gang og nú eru brasilískir fjölmiðlar byrjaðir að hafa samband við okkur í gríð og erg. Við þorum varla að opna inboxið okkar á Instagram því við höfum ekki undan að svara fólki.“ Athugasemdirnar eru allar á jákvæðu nótunum og skrifar einn notandi sem dæmi „Brasilía elskar þetta! Frábært!! Drottningin XUXA!“ View this post on Instagram A post shared by Stuðlabandið Ballhljómsveit (@studlabandid) Hvernig líður ykkur með þessa óvæntu og skemmtilegu athygli frá Brasilíu? Þetta er bara eitt það skemmtilegasta en jafnframt það óvæntasta sem við höfum lent í. Við vissum að þetta væri gamalt og vinsælt brasilískt barnalag en við gerðum okkur held ég engan vegin grein fyrir hversu vinsælt lagið er þarna úti í raun og veru og hversu sterk tengsl heimamenn hafa við lagið. Mikið af fólki er að skrifa við myndbandið að þetta hafi verið lag æsku þeirra og það geri þau svo stolt að sjá það síðan komið hingað til Íslands 24 árum síðar og hversu stórt það er hér. Þetta myndband virðist vekja upp miklar tilfinningar hjá brasilísku vinum okkar og þess vegna eru viðbrögðin svona svakaleg. View this post on Instagram A post shared by Xuxa Meneghel (@xuxameneghel) Væruð þið til í að skella ykkur út og halda tónleika? Jafnvel taka þetta á sviði með XUXA? Auðvitað! Við erum þvílíkir aðdáendur og það væri algjör heiður og draumur að fá að stíga á svið með henni. Það er nú þegar búið að hafa samband við okkur frá brasilískum sjónvarps og útvarpsstöðvum sem hafa mikinn áhuga á álinu. Einhverjir þaðan hafa viðrað þá hugmynd að fá Stuðlabandið á tónlistarhátíðina Rock In Rio sem er haldin ár hvert í Rio De Janeiro. Þannig hver veit? Stuðlabandið á Rock In Rio 2023? Hafið þið eitthvað spjallað við XUXA í kjölfar þessarar birtingar á Instagramminu hennar? Nei en við vonum þó að samtalið muni eiga sér stað von bráðar. Þá ætlum við að bjóða henni að koma til Íslands og spila með okkur á Þjóðhátið 2023. Hversu klikkað væri það? Við viljum svo í lokin senda ástar og þakkarkveðjur til Siggu Beinteins en það er einmitt hún sem á heiðurinn á því að hafa fært okkur Íslendingum lagið sjálft á sínum tíma þegar hún gaf það út með íslenskum texta eftir Ómar Ragnarsson á plötunni Flikk-Flakk árið 1998. Án hennar hefðum við hljómsveitin aldrei uppgötvað þetta frábæra lag!
Tónlist Brasilía Íslendingar erlendis Árborg Tengdar fréttir „Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“ Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með. 22. júlí 2022 14:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“ Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með. 22. júlí 2022 14:30