Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 17:01 Starfandi heimilislæknar eru of fáir og kemur þeim til með að fækka á næstu árum. vísir/ernir Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni. Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58