OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 14:46 Ópíóðufaraldur virðist hafa gripið um sig hér á landi, framboð eykst og enn er miklu magni ávísað á sjúklinga. Vísir/Vilhelm Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ
Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira