OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 14:46 Ópíóðufaraldur virðist hafa gripið um sig hér á landi, framboð eykst og enn er miklu magni ávísað á sjúklinga. Vísir/Vilhelm Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ
Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira