Gleðin, samstaðan og jafnréttið Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Friðrik Jónsson skrifa 6. ágúst 2022 08:00 Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Friðrik Jónsson Drífa Snædal Kjaramál Stéttarfélög Hinsegin Vinnumarkaður Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun