Allir eiga rétt á jöfnum tækifærum til náms – verkfærin eru til staðar Ásthildur Bjarney Snorradóttir skrifar 5. ágúst 2022 15:00 Lyfjanotkun virðist einnig vera meiri hjá íslenskum börnum heldur en á hinum Norðurlöndunum sem hefur síðan áhrif á geðheilbrigði og farsæld barna til framtíðar. Einnig hafa komið fram rannsóknir á Menntavísindasviði sem að benda til þess að tví- og fjöltyngd börn fái ekki nægilega kennslu í íslensku og séu þess vegna illa undirbúin þegar líður á skólagönguna. Þetta á við börn sem eru fædd á Íslandi og hafa gengið í íslenska leikskóla. Skóli án aðgreiningar hefur líka valdið því að kennarar hafa margir talið álag í kennslu hafi aukist vegna skorts á aukinni þekkingu og stuðningi vegna fjölda barna með fjölþættan vanda í skólakerfinu. Taka þarf tillit til þess að mæta mismunandi þörfum ólíkra barna sem mörg hver þurfa einstaklingsáætlun og þverfaglega nálgun til þess að kennslufræðilegum þörfum þeirra sé mætt eins og best verður á kosið. Það er auðvelt að gangrýna og draga í efa mælingar og niðurstöður prófa sem staðfesta hið ofangreinda. Það veldur áhyggjum að þrátt fyrir að miklir peningar hafai verið settir í sérkennslu og aðgerðir eins og t.d. myndun læsisstefnu hjá fjölda sveitarfélaga, fjölgun ráðgjafa, þjónustumiðstöðva og greininga virðist það ekki skila sér nægjanlega í bættum árangri í lestri, og öðru námi bæði hjá íslenskum börnum og börnum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Þetta er athyglisvert vegna þess að við þekkjum undirstöðuþættir fyrir lestur sem eru: orðaforði, málskilningur, hljóðkerfis og hljóðavitund, lesfimi og bókstafsþekking. Um þessa þætti hefur verið rætt um í mörg ár á fjölda námskeiða og fyrirlestra um allt land. Hvað er til ráða? Í fyrsta lagi er mjög erfitt að fjalla um læsi/lestur í víðara samhengi sem að virðist vera mjög algeng umræða. Það er einfaldlega mjög erfitt að ná utan um þá umræðu og brjóta hana niður í viðráðanlega þætti sem hægt er að skoða og meta varðandi árangur. Getur verið að Íslendingar eigi erfitt með að þiggja ráð frá öðrum og er skortur á teymisvinnu og þverfaglegri nálgun í skólakerfinu ? Síðan vantar mikið sérkennara og leikskólakennara til starfa þannig að oft eru stuðningsfulltrúar og aðrir en kennarar settir í það hlutverk að sinna sérkennslu og stuðningi án þess að fá nægjanlega faglega leiðsögn. Með þessu er ekki verið að alhæfa að staðan sé alls staðar slæm en hins vegar er komið að tímamótum varðandi umræðu og árangur í íslensku skólakerfi. Skólafólk þarf að læra að ganga í takt, hlusta á annað fagfólk og styrkja það sem vel er gert í skólakerfinu. Einnig gerir það lítið gagn að skjóta sendiboðann og gagnrýna niðurstöður PISA, mælanlegar niðurstöður og próf sem að sýna okkur aftur og aftur að ástandið í skólamálum er alvarlegt. Það kemur til með að hafa áhrif á hagsæld og afdrif íslensku þjóðarinnar til langframa ef okkur tekst ekki að snúa þessari þróun við. Einnig er mikilvægt að benda á að greiningar eru mikilvægar en það verður að fylgja þeim eftir með markvissri íhutun og væri eðlilegt að þeir sem sjá um greiningar í skólakerfinu fái meira svigrúm til þess að fylgja þessum greiningum eftir og við það fari áherslan á að styrkja og efla fólkið sem vinnur beint með börnunum. Það þarf líka að benda á að það er fullt að verkfærum til þess að mæta börnum með frávik í málþroska og erfiðleika með undirstöðuþætti fyrir lestur til í skólakerfinu og í öðrum kerfum sem að þurfa að vinna mun betur saman. Ég bendi í því samhengi á þrjár skimanir á heilsugæslu (PEDS spurningalisti, Brigance þroskaskimun) sem eru gerðar þegar börnin eru 18 mánaða, 2 ½ árs og 4 ára, þar finnast börn sem eru í áhættu hvað varðar lestur og nám vegna þess að þessa skimanir sýna að börnin eru ekki að fylgja eðlilegum þrepum í þroska. Þarna væri kjörið tækifæri að uppfræða foreldra/forráðaenn og gefa þeim verkfæri og hugmyndir til þess að efla og auka þroska barna sinna. Sýnt hefur verið fram á að með snemmtækri íhlutun er hægt að draga úr námsörðugleikum og skapa öllum börnum jafnari tækifæri til þess að takast á við allt nám. Það er gleðilegt að geta sagt frá þjónustu sem er veitt á Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Talmeinafræðingar á HTÍ sinna snemmtærki íhlutun í samvinnu við ungbarnavernd heilsugæslustöðva landsins. Í kjölfar 18 mánaða skoðunar geta hljúkrunarfræðingar vísað barni áfram til frekari athugunar hjá talmeinafræðingum HTÍ ef áhyggjur eru af máltöku barnsins. Í allri umræðu um skólamál þarf líka að undirstrika mikilvægi leikskólastigsins sem er fyrsta skólastigið og kynna vel próf, skimanir og athuganir sem eru til í leikskólum. Í framhaldi er einnig mikilvægt að kynna allt það kennsluefni/málörvunarefni sem er til í leikskólum og aðferðir til þess að vinna með mismunandi málþætti og undirstöðuþætti fyrir lestur í gegnum leikaðstæður. Það vantar upp á skilning á því mikilvæga hlutverki sem að leikskólinn stendur fyrir. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þarf að efla umræðu um að í leikskólum er lagður grunnur að áframhaldandi námi allra barna. Þessa vegna þarf að ræða lestur og íhlutun út frá heildstæðri skólastefnu þar sem leikskólinn fær það vægi sem hann á skilið og m.a. unnið sé markvisst með börn eftir niðurstöðum úr skimunum frá heilsugæslunni og út frá niðurstöðum frá matstækjum leikskólans. Í því felst að styrkja samstarf á milli heilsusgæslu, foreldra/forráðamanna og leikskóla ásamt því að styrkja skil á milli skólastiga. Í leikskólum er mikill mannauður og þekking á aðferðum til þess að vinna markvisst með ung börn í gegnum daglegar aðstæður og leik. Hins vegar þarf að styðja við fólkið sem að vinnur með börnin okkar og efla það starfsfólk sem tekur faglega forystu í því að mæta þörfum allra barna. Leiðir til að efla starfsfólk leikskóla geta verið að auka almenna þekkingu á þróun í málþroska, þekkingu á undirstöðuþáttum í lestri ásamt því kunna skil á því að mæta þörfum barna með fjölþættan vanda. Í bókinni Snemmtæk íhutun í hnotskurn – verkfærakista hugmynda er gott yfirlit yfir íslenskt málörvunarefni, ásamt yfirliti yfir matstæki leikskólans, undanfara máls, eðlilega málþróun, verkferla, uppbyggingu málörvunarstunda , fjölbreyttar kennsluaðferðir og meðferðarheldni svo að eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að byggja kennsluaðferðir á gagnreyndum aðferðum en það gleymist oft að nefna að sérfræðiþekking kennarans vegur þungt og er hluti af gagnreyndum aðferðum, Þannig þarf að leggja mun meiri áherslu á að styðja betur við kennara á öllum skólastigum með því að vinna í fagteymum með öðrum sérfræðingum og virkri þátttöku foreldra/forráðamanna. Áhersla ætti alltaf að byrja íhlutun um leið og grunur vaknar um frávik í þroska. Mörg sveitarfélög hafa tekið þátt í þróunarverkefni sem tengist snemmtækri íhlutun í málþroska og lestri sem hefur eflt marga leikskóla tilað vinna í anda lærdómssamfélagsins. Þá er gert ráð fyrir að allir sem vinna í leikskóla hafi faglega ábyrgð á starfi með börnunum, en til þess að það geti orðið verður að vera fagleg forysta og lærdómssamfélag, þar sem allt starfsfólk leikskólans tekur virkan þátt í að vinna þróunarverkefnið með hagsmuni allra barna í huga. Það er mikilvægt að í byrjun grunnskólagöngu séu skoðaðar bakgrunnsupplýsingar frá leikskóla sbr. niðurstöður úr HLJÓM-2 sem metur hljóð og málvitund elstu barna í leikskólum ásamt því að skoða niðurstöður frá fleiri matstækjum leikskólans. Með því að skoða niðurstöður úr HLJÓM-2 er hægt að sjá í byrjun skólagöngu hvaða börn eru í áhættu hvað varðar lestrarörðugleika. Einnig er Skimunarpróf fyrir fyrsta bekk notað í flestum skólum landsins. Þetta er staðlað íslenskt skimunarpróf sem metur orðaforða, málskilning, hljóðkerfis og hljóðavitund ásamt bókstafsþekkingu. Prófinu fylgir gátlisti með mikilvægum spurningum varðandi seinkun í málþroska, heyrn, niðurstöður á HLJÓM-2, bókstafsþekkingu o.s.frv. Bakgrunnsupplýsingar frá leikskóla ásamt því að skoða niðurstöður frá skimunarprófum gefa kennurum og öðru starfsfólki möguleika á að gera sér grein fyrir stöðu allra barna í fyrsta bekk og mæta þannig mismunandi þörfum þeirra. Þessu prófi fylgir líka Handbók – Leið til læsis sem er á vef MMS þar sem fram koma mismunandi kennsluhugmyndir til þess að raða börnunum í færnihópa eftir þörfum miðað við niðurstöður bæði úr leikskóla og úr þessu prófi, þannig er gengið úr skugga um að börn fá kennslu við hæfi. Miðað við þann mannauð sem er til í skólum landsins og þau verkfæri sem eru til staðar er erfitt að skilja að við skulum ekki vara komin lengra hvað varðar að takast á við þennan vanda í skólakerfinu sem að veldur því að mörg börn ná ekki tökum á lestri. Hluti af skýringunni getur verið að það þurfi fleiri séfræðinga en kennara inn í skólakerfið og að auka þurfi teymisvinnu enn meira í skólum þar sem aðrir sérfræðingar en kennarar taki höndum saman með leik- og grunnskólakennurum til þess að mæta mismunandi þörfum barna. Þar er hægt að nefna, sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, séfræðinga og iðjuþjálfa. Hver sérfræðingur metur barnið út frá sinni sérfræðiþekkingu þannig að það er mikilvægt að hafa teymi sérfræðinga sem að vinnur markvisst að því að mæta þörfum barna. Slík teymi þurfa að vinna saman við að styðja við starfsfólk sem er í beinum samskiptum við. Einnig þarf að styðja mun betur við foreldra/forráðamenn og gefa þeim hugmyndir og ráð til þess að vinna markvisst með kennurum og öðru fagfólki með velferð og árangur allra barna í huga. Starfsfólk leik- og grunnskóla þarf ekki að bíða með að hefja íhlutun þangað til greining er komin. Það er mikil fagþekking innan leik og grunnskóla sem að þarf að styðja við og efla þannig að það sé hægt að bregðast við með markvissri íhutun um leið og grunur um frávik vaknar. Það þarf líka að hlusta á foreldra/forráðamenn og bregðast við áhyggjum þeirra með aðgerðum en ekki að bíða og sjá til sem er algerlega úrelt nema að það sé tilgreint hversu lengi á að bíða og hvenær sé eðlilegt að grípa inn í til að styðja við barnið. Það er slæmt að innan skólakerfisins skuli ekki verið gengið í takt með og hlustað betur á þá sem eru að gera vel í skólakerfinu og umræða um skólamál virðist oft verða mjög viðkvæm og erfið. Í staðinn fyrir að styrkja það sem vel er gert og læra af uppbyggilegri gagnrýni er ómældum tíma eytt í fundarhöld, umræður, stofnun nýrra stofnanna og fjölgun ráðgjafa sem er líka nauðsynlegt. Hins vegar þarf mun meira að styðja beint við fólkið sem er á gólfinu og stuðla að aukinni samvinnu og framþróun en það verður ekki gert nema að hlusta betur á kennarna sjálfa og foreldra/forráðmenn. Síðan vil ég benda á hæfniramma fyrir fjöltyngd börn sem er inn á vef MMS ásamt fjölda hugmynda varðandi vinnu með snemmbæran stuðning sem er inni á sama vef. Varðandi vinnu með börn sem eru að læra íslensku sem annað tungumál skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir hvort barnið sé með málþroskafrávik eða hvort að það skorti kennslu í íslensku. Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna er fjallað um „að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að að gera það sem er best fyrir börnin. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem er ábyrgt fyrir börnum hafi hagasmuni þeitta alltaf að leiðarsljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Þetta hefur í för með sé að skólakerfið þarf stöðugt að uppfæra þekkingu sína og skilning til þess að mæta þörfum allra barna. Að lokum vil ég minna aftur á íslenskt málörvunarefni sem að er til í mörgum skólum. Góður málþroski er undirstaða fyrir allt nám þar sem mál og lestur eru tveir órjúfanlegir þættir. Lestur byggir á góðum málþroska og málið er verkfræri fyrir hugsunina. Höfundur er talmeinafræðingur og rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lyfjanotkun virðist einnig vera meiri hjá íslenskum börnum heldur en á hinum Norðurlöndunum sem hefur síðan áhrif á geðheilbrigði og farsæld barna til framtíðar. Einnig hafa komið fram rannsóknir á Menntavísindasviði sem að benda til þess að tví- og fjöltyngd börn fái ekki nægilega kennslu í íslensku og séu þess vegna illa undirbúin þegar líður á skólagönguna. Þetta á við börn sem eru fædd á Íslandi og hafa gengið í íslenska leikskóla. Skóli án aðgreiningar hefur líka valdið því að kennarar hafa margir talið álag í kennslu hafi aukist vegna skorts á aukinni þekkingu og stuðningi vegna fjölda barna með fjölþættan vanda í skólakerfinu. Taka þarf tillit til þess að mæta mismunandi þörfum ólíkra barna sem mörg hver þurfa einstaklingsáætlun og þverfaglega nálgun til þess að kennslufræðilegum þörfum þeirra sé mætt eins og best verður á kosið. Það er auðvelt að gangrýna og draga í efa mælingar og niðurstöður prófa sem staðfesta hið ofangreinda. Það veldur áhyggjum að þrátt fyrir að miklir peningar hafai verið settir í sérkennslu og aðgerðir eins og t.d. myndun læsisstefnu hjá fjölda sveitarfélaga, fjölgun ráðgjafa, þjónustumiðstöðva og greininga virðist það ekki skila sér nægjanlega í bættum árangri í lestri, og öðru námi bæði hjá íslenskum börnum og börnum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Þetta er athyglisvert vegna þess að við þekkjum undirstöðuþættir fyrir lestur sem eru: orðaforði, málskilningur, hljóðkerfis og hljóðavitund, lesfimi og bókstafsþekking. Um þessa þætti hefur verið rætt um í mörg ár á fjölda námskeiða og fyrirlestra um allt land. Hvað er til ráða? Í fyrsta lagi er mjög erfitt að fjalla um læsi/lestur í víðara samhengi sem að virðist vera mjög algeng umræða. Það er einfaldlega mjög erfitt að ná utan um þá umræðu og brjóta hana niður í viðráðanlega þætti sem hægt er að skoða og meta varðandi árangur. Getur verið að Íslendingar eigi erfitt með að þiggja ráð frá öðrum og er skortur á teymisvinnu og þverfaglegri nálgun í skólakerfinu ? Síðan vantar mikið sérkennara og leikskólakennara til starfa þannig að oft eru stuðningsfulltrúar og aðrir en kennarar settir í það hlutverk að sinna sérkennslu og stuðningi án þess að fá nægjanlega faglega leiðsögn. Með þessu er ekki verið að alhæfa að staðan sé alls staðar slæm en hins vegar er komið að tímamótum varðandi umræðu og árangur í íslensku skólakerfi. Skólafólk þarf að læra að ganga í takt, hlusta á annað fagfólk og styrkja það sem vel er gert í skólakerfinu. Einnig gerir það lítið gagn að skjóta sendiboðann og gagnrýna niðurstöður PISA, mælanlegar niðurstöður og próf sem að sýna okkur aftur og aftur að ástandið í skólamálum er alvarlegt. Það kemur til með að hafa áhrif á hagsæld og afdrif íslensku þjóðarinnar til langframa ef okkur tekst ekki að snúa þessari þróun við. Einnig er mikilvægt að benda á að greiningar eru mikilvægar en það verður að fylgja þeim eftir með markvissri íhutun og væri eðlilegt að þeir sem sjá um greiningar í skólakerfinu fái meira svigrúm til þess að fylgja þessum greiningum eftir og við það fari áherslan á að styrkja og efla fólkið sem vinnur beint með börnunum. Það þarf líka að benda á að það er fullt að verkfærum til þess að mæta börnum með frávik í málþroska og erfiðleika með undirstöðuþætti fyrir lestur til í skólakerfinu og í öðrum kerfum sem að þurfa að vinna mun betur saman. Ég bendi í því samhengi á þrjár skimanir á heilsugæslu (PEDS spurningalisti, Brigance þroskaskimun) sem eru gerðar þegar börnin eru 18 mánaða, 2 ½ árs og 4 ára, þar finnast börn sem eru í áhættu hvað varðar lestur og nám vegna þess að þessa skimanir sýna að börnin eru ekki að fylgja eðlilegum þrepum í þroska. Þarna væri kjörið tækifæri að uppfræða foreldra/forráðaenn og gefa þeim verkfæri og hugmyndir til þess að efla og auka þroska barna sinna. Sýnt hefur verið fram á að með snemmtækri íhlutun er hægt að draga úr námsörðugleikum og skapa öllum börnum jafnari tækifæri til þess að takast á við allt nám. Það er gleðilegt að geta sagt frá þjónustu sem er veitt á Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Talmeinafræðingar á HTÍ sinna snemmtærki íhlutun í samvinnu við ungbarnavernd heilsugæslustöðva landsins. Í kjölfar 18 mánaða skoðunar geta hljúkrunarfræðingar vísað barni áfram til frekari athugunar hjá talmeinafræðingum HTÍ ef áhyggjur eru af máltöku barnsins. Í allri umræðu um skólamál þarf líka að undirstrika mikilvægi leikskólastigsins sem er fyrsta skólastigið og kynna vel próf, skimanir og athuganir sem eru til í leikskólum. Í framhaldi er einnig mikilvægt að kynna allt það kennsluefni/málörvunarefni sem er til í leikskólum og aðferðir til þess að vinna með mismunandi málþætti og undirstöðuþætti fyrir lestur í gegnum leikaðstæður. Það vantar upp á skilning á því mikilvæga hlutverki sem að leikskólinn stendur fyrir. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þarf að efla umræðu um að í leikskólum er lagður grunnur að áframhaldandi námi allra barna. Þessa vegna þarf að ræða lestur og íhlutun út frá heildstæðri skólastefnu þar sem leikskólinn fær það vægi sem hann á skilið og m.a. unnið sé markvisst með börn eftir niðurstöðum úr skimunum frá heilsugæslunni og út frá niðurstöðum frá matstækjum leikskólans. Í því felst að styrkja samstarf á milli heilsusgæslu, foreldra/forráðamanna og leikskóla ásamt því að styrkja skil á milli skólastiga. Í leikskólum er mikill mannauður og þekking á aðferðum til þess að vinna markvisst með ung börn í gegnum daglegar aðstæður og leik. Hins vegar þarf að styðja við fólkið sem að vinnur með börnin okkar og efla það starfsfólk sem tekur faglega forystu í því að mæta þörfum allra barna. Leiðir til að efla starfsfólk leikskóla geta verið að auka almenna þekkingu á þróun í málþroska, þekkingu á undirstöðuþáttum í lestri ásamt því kunna skil á því að mæta þörfum barna með fjölþættan vanda. Í bókinni Snemmtæk íhutun í hnotskurn – verkfærakista hugmynda er gott yfirlit yfir íslenskt málörvunarefni, ásamt yfirliti yfir matstæki leikskólans, undanfara máls, eðlilega málþróun, verkferla, uppbyggingu málörvunarstunda , fjölbreyttar kennsluaðferðir og meðferðarheldni svo að eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að byggja kennsluaðferðir á gagnreyndum aðferðum en það gleymist oft að nefna að sérfræðiþekking kennarans vegur þungt og er hluti af gagnreyndum aðferðum, Þannig þarf að leggja mun meiri áherslu á að styðja betur við kennara á öllum skólastigum með því að vinna í fagteymum með öðrum sérfræðingum og virkri þátttöku foreldra/forráðamanna. Áhersla ætti alltaf að byrja íhlutun um leið og grunur vaknar um frávik í þroska. Mörg sveitarfélög hafa tekið þátt í þróunarverkefni sem tengist snemmtækri íhlutun í málþroska og lestri sem hefur eflt marga leikskóla tilað vinna í anda lærdómssamfélagsins. Þá er gert ráð fyrir að allir sem vinna í leikskóla hafi faglega ábyrgð á starfi með börnunum, en til þess að það geti orðið verður að vera fagleg forysta og lærdómssamfélag, þar sem allt starfsfólk leikskólans tekur virkan þátt í að vinna þróunarverkefnið með hagsmuni allra barna í huga. Það er mikilvægt að í byrjun grunnskólagöngu séu skoðaðar bakgrunnsupplýsingar frá leikskóla sbr. niðurstöður úr HLJÓM-2 sem metur hljóð og málvitund elstu barna í leikskólum ásamt því að skoða niðurstöður frá fleiri matstækjum leikskólans. Með því að skoða niðurstöður úr HLJÓM-2 er hægt að sjá í byrjun skólagöngu hvaða börn eru í áhættu hvað varðar lestrarörðugleika. Einnig er Skimunarpróf fyrir fyrsta bekk notað í flestum skólum landsins. Þetta er staðlað íslenskt skimunarpróf sem metur orðaforða, málskilning, hljóðkerfis og hljóðavitund ásamt bókstafsþekkingu. Prófinu fylgir gátlisti með mikilvægum spurningum varðandi seinkun í málþroska, heyrn, niðurstöður á HLJÓM-2, bókstafsþekkingu o.s.frv. Bakgrunnsupplýsingar frá leikskóla ásamt því að skoða niðurstöður frá skimunarprófum gefa kennurum og öðru starfsfólki möguleika á að gera sér grein fyrir stöðu allra barna í fyrsta bekk og mæta þannig mismunandi þörfum þeirra. Þessu prófi fylgir líka Handbók – Leið til læsis sem er á vef MMS þar sem fram koma mismunandi kennsluhugmyndir til þess að raða börnunum í færnihópa eftir þörfum miðað við niðurstöður bæði úr leikskóla og úr þessu prófi, þannig er gengið úr skugga um að börn fá kennslu við hæfi. Miðað við þann mannauð sem er til í skólum landsins og þau verkfæri sem eru til staðar er erfitt að skilja að við skulum ekki vara komin lengra hvað varðar að takast á við þennan vanda í skólakerfinu sem að veldur því að mörg börn ná ekki tökum á lestri. Hluti af skýringunni getur verið að það þurfi fleiri séfræðinga en kennara inn í skólakerfið og að auka þurfi teymisvinnu enn meira í skólum þar sem aðrir sérfræðingar en kennarar taki höndum saman með leik- og grunnskólakennurum til þess að mæta mismunandi þörfum barna. Þar er hægt að nefna, sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, séfræðinga og iðjuþjálfa. Hver sérfræðingur metur barnið út frá sinni sérfræðiþekkingu þannig að það er mikilvægt að hafa teymi sérfræðinga sem að vinnur markvisst að því að mæta þörfum barna. Slík teymi þurfa að vinna saman við að styðja við starfsfólk sem er í beinum samskiptum við. Einnig þarf að styðja mun betur við foreldra/forráðamenn og gefa þeim hugmyndir og ráð til þess að vinna markvisst með kennurum og öðru fagfólki með velferð og árangur allra barna í huga. Starfsfólk leik- og grunnskóla þarf ekki að bíða með að hefja íhlutun þangað til greining er komin. Það er mikil fagþekking innan leik og grunnskóla sem að þarf að styðja við og efla þannig að það sé hægt að bregðast við með markvissri íhutun um leið og grunur um frávik vaknar. Það þarf líka að hlusta á foreldra/forráðamenn og bregðast við áhyggjum þeirra með aðgerðum en ekki að bíða og sjá til sem er algerlega úrelt nema að það sé tilgreint hversu lengi á að bíða og hvenær sé eðlilegt að grípa inn í til að styðja við barnið. Það er slæmt að innan skólakerfisins skuli ekki verið gengið í takt með og hlustað betur á þá sem eru að gera vel í skólakerfinu og umræða um skólamál virðist oft verða mjög viðkvæm og erfið. Í staðinn fyrir að styrkja það sem vel er gert og læra af uppbyggilegri gagnrýni er ómældum tíma eytt í fundarhöld, umræður, stofnun nýrra stofnanna og fjölgun ráðgjafa sem er líka nauðsynlegt. Hins vegar þarf mun meira að styðja beint við fólkið sem er á gólfinu og stuðla að aukinni samvinnu og framþróun en það verður ekki gert nema að hlusta betur á kennarna sjálfa og foreldra/forráðmenn. Síðan vil ég benda á hæfniramma fyrir fjöltyngd börn sem er inn á vef MMS ásamt fjölda hugmynda varðandi vinnu með snemmbæran stuðning sem er inni á sama vef. Varðandi vinnu með börn sem eru að læra íslensku sem annað tungumál skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir hvort barnið sé með málþroskafrávik eða hvort að það skorti kennslu í íslensku. Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna er fjallað um „að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að að gera það sem er best fyrir börnin. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem er ábyrgt fyrir börnum hafi hagasmuni þeitta alltaf að leiðarsljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Þetta hefur í för með sé að skólakerfið þarf stöðugt að uppfæra þekkingu sína og skilning til þess að mæta þörfum allra barna. Að lokum vil ég minna aftur á íslenskt málörvunarefni sem að er til í mörgum skólum. Góður málþroski er undirstaða fyrir allt nám þar sem mál og lestur eru tveir órjúfanlegir þættir. Lestur byggir á góðum málþroska og málið er verkfræri fyrir hugsunina. Höfundur er talmeinafræðingur og rithöfundur
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun