Fólkið hans Snorra Baróns gerði góða hluti fyrir framan þinghúsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 16:18 Ricky Garard er að koma til baka eftir tveggja ára bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Instagram/@rickygarard Þriðji keppnisdagur er hafinn á heimsleikunum í CrossFit og fyrsta grein dagsins reyndi vel á keppendur. Björgvin Karl Guðmundsson lagaði aðeins stöðu sína. Byrjað var að velta þungum böggum, þá voru hlaupnir 5,6 kílómetrar, keppendur báru síðan þunga sandpoka í báðum höndum tvö hundruð metra áður en þau báru Húsafellshellupokann tvö hundruð metra og upp allar tröppurnar að Þinghúsinu í Madison. Skjólstæðingar Snorra Baróns Jónssonar voru í stuði í þessari grein. Hans menn voru tveir efstir hjá körlunum, þeir Ricky Garard og Roman Khrennikov, og Gabriela Migala vann síðan hjá stelpunum. Með sigri sínum bætti Garard við forystu sína í karlaflokki en stóru fréttirnar eru þær að Tia-Clair Toomey komst á toppinn hjá konunum eftir að hafa náð þriðja sætinu í þessari grein. Toomey var komin alla leið niður í áttunda sæti eftir fyrsta dag en er nú kominn á toppinn þar sem hún hefur verið fimm ár í röð. Greinin reyndi mikið á sem sást kannski best á hinni bandarísku Haley Adams. Adams var í forystunni allan tímann eða þar til kom að því að bera Húsafellshellupokann upp tröppurnar. Þar missti hún fjórar fram úr sér og hafði varla orku eftir til að klára. Mallory O'Brien, sem var efst, endaði níunda í þessari krefjandi grein og Emma Lawson, sú sem var í öðru sæti, endaði ellefta í þessari sjöttu grein heimsleikanna í ár. Toomey er nú með 500 stig eða tveimur meira en O'Brien. Björgvin Karl Guðmundsson varð í áttunda sæti en hann kom í mark rúmum tveimur mínútum á eftir Ricky Garard. Hann byrjaði daginn í þrettánda sæti en er nú kominn upp í áttunda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð í 22. sæti sem er hennar besti árangur í grein á leikunum til þessa og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sæti. Þuríður Erla dettur niður um fjögur sæti á stigalistanum vegna þessa en hún var tíunda eftir gærdaginn. Hún er nú í fjórtánda sæti. Sólveig er í 36. sæti. CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Byrjað var að velta þungum böggum, þá voru hlaupnir 5,6 kílómetrar, keppendur báru síðan þunga sandpoka í báðum höndum tvö hundruð metra áður en þau báru Húsafellshellupokann tvö hundruð metra og upp allar tröppurnar að Þinghúsinu í Madison. Skjólstæðingar Snorra Baróns Jónssonar voru í stuði í þessari grein. Hans menn voru tveir efstir hjá körlunum, þeir Ricky Garard og Roman Khrennikov, og Gabriela Migala vann síðan hjá stelpunum. Með sigri sínum bætti Garard við forystu sína í karlaflokki en stóru fréttirnar eru þær að Tia-Clair Toomey komst á toppinn hjá konunum eftir að hafa náð þriðja sætinu í þessari grein. Toomey var komin alla leið niður í áttunda sæti eftir fyrsta dag en er nú kominn á toppinn þar sem hún hefur verið fimm ár í röð. Greinin reyndi mikið á sem sást kannski best á hinni bandarísku Haley Adams. Adams var í forystunni allan tímann eða þar til kom að því að bera Húsafellshellupokann upp tröppurnar. Þar missti hún fjórar fram úr sér og hafði varla orku eftir til að klára. Mallory O'Brien, sem var efst, endaði níunda í þessari krefjandi grein og Emma Lawson, sú sem var í öðru sæti, endaði ellefta í þessari sjöttu grein heimsleikanna í ár. Toomey er nú með 500 stig eða tveimur meira en O'Brien. Björgvin Karl Guðmundsson varð í áttunda sæti en hann kom í mark rúmum tveimur mínútum á eftir Ricky Garard. Hann byrjaði daginn í þrettánda sæti en er nú kominn upp í áttunda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð í 22. sæti sem er hennar besti árangur í grein á leikunum til þessa og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sæti. Þuríður Erla dettur niður um fjögur sæti á stigalistanum vegna þessa en hún var tíunda eftir gærdaginn. Hún er nú í fjórtánda sæti. Sólveig er í 36. sæti.
CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti