Ísland í undanúrslit | Almar fær hrós frá greinanda ESPN fyrir geggjaðan leik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 22:30 Almar Orri Atlason hefur farið mikinn á mótinu og er farinn að vekja athygli utan landssteinanna. FIBA Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta komst í kvöld í undanúrslit í B-deild Evrópumóts undir 18 ára sem fram fer í Rúmeníu. Almar Orri Atlason átti enn einn stórleik sinn á mótinu og hlaut fyrir hrós frá NBA greinanda hjá ESPN eftir leik. Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti