Lífið

Anne Heche í lífs­hættu eftir bíl­­slys

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leikkonan slasaðist lífshættulega í slysinu.
Leikkonan slasaðist lífshættulega í slysinu. Getty/Bauer-Griffin

Leikkonan Anne Heche er lífshættulega slösuð eftir bílslys sem átti sér stað í Los Angeles í gær. Að sögn vitna ók leikkonan bifreið sinni á miklum hraða, þar til að bifreiðin lenti utan vegar og hafnaði á íbúðarhúsi.

Eftir áreksturinn kviknaði í bifreiðinni og hlaut Heche lífshættuleg brunasár. Það tók slökkviliðsmenn rúman klukkutíma að slökkva eldinn en einnig kviknaði í íbúðarhúsinu sem á var keyrt, að sögn fréttamiðilsins CNN.

Anne Heche, hin 53 ára gamla leikkona, er einna þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Six Days, Seven Nights, Spread og Donnie Brasco. Þá vann hún til verðlauna fyrir leik sinn í sápuóperunni Another World.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×