Þjóðhagsráð sent í kalda sturtu Erna Bjarnadóttir skrifar 7. ágúst 2022 16:00 Sólveig Anna Jónsdóttir las Þjóðhagsráði pistilinn í færslu á „fésbókar“síðu sinni þann 6. ágúst sl. Í færslunni gagnrýndi hún jafnframt niðurstöður skýrslu sem ráðið fékk svokallaða óháða sérfræðinga til að vinna fyrir sig og vísaði þeim beint í pappírstætarann. Ekki síður vekja þó athygli orð hennar um aðgengi að upplýsingum um það sem fram fer á fundum ráðsins. Orðrétt sagði Sólveig Anna: „Þegar ég sá fréttina um alla fjölmörgu kjarasamnings-undirbúnings-fundi Þjóðhagsráðs bað ég forseta ASÍ um fundargerðir. Sem formaður í öðru stærsta verkalýðsfélagi landsins taldi ég að umræður á fundunum kæmu mér mögulega eitthvað við. Mér var sagt að engar fundargerðir væru ritaðar.“ Sé þetta rétt er það með algerum ólíkindum. Til hvers er starfrækt slíkt ráð á vegum ríkisstjórnarinnar sem hefur einnig heimild til að ráðstafa fjármunum til kaupa á skýrslum utan úr bæ en ber ekki að halda fundargerðir. Raunar segir í endurnýjuðu samkomulagi um Þjóðhagsráð frá 18. júní 2019 í 5. gr. „Fundargerð funda Þjóðhagsráðs er opinbert skjal. Hún skal birtast á íslensku og ensku á heimasíðu ráðsins á vef Stjórnarráðsins. í fundargerð skal greina frá fundarefni og birta eins fljótt og auðið er þau gögn sem lágu til grundvallar umræðu á fundinum, séu þau ekki háð trúnaði.“ Nú hafa verið birtar að minnsta kosti tvær skýrslur sem unnar hafa verið fyrir ráðið á þessu ári. Samt er engin leið að finna fundargerðir ráðsins á þessu ári og upplýsingar um hverjir sátu fundi ráðsins eða eiga formlega sæti í því. Má furðu gegna að t.d. fulltrúar samtaka launfólks sem eiga aðild að samkomulaginu, sem eru BSRB, ASÍ, BHM og Kennarasamband Íslands, gangi ekki eftir að fundargerðir séu ritaðar og birtar sé það rétt hermt hjá Sólveigu Önnu og leitarvélum alnetsins að engar slíkar séu til. Markmið Þjóðhagsráðs mun vera að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Þetta kemur fram í 1. grein samkomulagsins sem fyrr er vitnað til. Undirrituð játar að þessi texti er hið mesta torf og vekur þau hughrif að þarna fari fram almenn umræða sem sé klædd í búning samráðs þegar henta þykir. En varla getur það verið að samninganefndir stéttarfélaga né vinnuveitenda hafi með þessu selt frá sér umboð til að gera kjarasamninga. Ríkisstjórnin getur heldur ekki með þessu búist við að sitja í upphituðu bílstjórasæti og sloppið þannig við að stíga fram með aðgerðir þegar og ef þeirra er þörf þegar samið er um kaup og kjör almennings. Er ekki réttara að láta vinnumarkaðinn um sína vinnu og síðan hafa stjórnvöldu hverju nafni sem þau nefnast, sín verkfæri til að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Þar hefur Seðlabankinn sínu hlutverki einnig að gegna. Óþarft virðist þó fyrir hann að ganga fram fyrir skjöldu og taka á sig fyrir fram högg af átökum vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Betra sýnist fyrir óháð stjórnvald sem starfar eftir sérstökum lögum að segja einfaldlega „pass“ nema þegar og ef stjórntækjum bankans er beitt. Að lokum tel ég mega velta fyrir sér hvers vegna þjóðhagsráð er að fá aðila utan úr bæ til að vinna slíka skýrslur sem formaður Eflingar gerði að umtalsefni í pistli sínum. Allir þeir aðilar sem sæti eiga í ráðinu hafa sérfræðinga á þessu sviði í sinni þjónustu. Hafi ríkisstjórnin sjálf ekki yfir slíkri getu að ráða og þarf að verja skattpeningum til kaupa á slíkri vinnu utan úr bæ hlýtur að þurfa að velta einhverjum steinum við á hlaðinu framan við Arnarhól. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir las Þjóðhagsráði pistilinn í færslu á „fésbókar“síðu sinni þann 6. ágúst sl. Í færslunni gagnrýndi hún jafnframt niðurstöður skýrslu sem ráðið fékk svokallaða óháða sérfræðinga til að vinna fyrir sig og vísaði þeim beint í pappírstætarann. Ekki síður vekja þó athygli orð hennar um aðgengi að upplýsingum um það sem fram fer á fundum ráðsins. Orðrétt sagði Sólveig Anna: „Þegar ég sá fréttina um alla fjölmörgu kjarasamnings-undirbúnings-fundi Þjóðhagsráðs bað ég forseta ASÍ um fundargerðir. Sem formaður í öðru stærsta verkalýðsfélagi landsins taldi ég að umræður á fundunum kæmu mér mögulega eitthvað við. Mér var sagt að engar fundargerðir væru ritaðar.“ Sé þetta rétt er það með algerum ólíkindum. Til hvers er starfrækt slíkt ráð á vegum ríkisstjórnarinnar sem hefur einnig heimild til að ráðstafa fjármunum til kaupa á skýrslum utan úr bæ en ber ekki að halda fundargerðir. Raunar segir í endurnýjuðu samkomulagi um Þjóðhagsráð frá 18. júní 2019 í 5. gr. „Fundargerð funda Þjóðhagsráðs er opinbert skjal. Hún skal birtast á íslensku og ensku á heimasíðu ráðsins á vef Stjórnarráðsins. í fundargerð skal greina frá fundarefni og birta eins fljótt og auðið er þau gögn sem lágu til grundvallar umræðu á fundinum, séu þau ekki háð trúnaði.“ Nú hafa verið birtar að minnsta kosti tvær skýrslur sem unnar hafa verið fyrir ráðið á þessu ári. Samt er engin leið að finna fundargerðir ráðsins á þessu ári og upplýsingar um hverjir sátu fundi ráðsins eða eiga formlega sæti í því. Má furðu gegna að t.d. fulltrúar samtaka launfólks sem eiga aðild að samkomulaginu, sem eru BSRB, ASÍ, BHM og Kennarasamband Íslands, gangi ekki eftir að fundargerðir séu ritaðar og birtar sé það rétt hermt hjá Sólveigu Önnu og leitarvélum alnetsins að engar slíkar séu til. Markmið Þjóðhagsráðs mun vera að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Þetta kemur fram í 1. grein samkomulagsins sem fyrr er vitnað til. Undirrituð játar að þessi texti er hið mesta torf og vekur þau hughrif að þarna fari fram almenn umræða sem sé klædd í búning samráðs þegar henta þykir. En varla getur það verið að samninganefndir stéttarfélaga né vinnuveitenda hafi með þessu selt frá sér umboð til að gera kjarasamninga. Ríkisstjórnin getur heldur ekki með þessu búist við að sitja í upphituðu bílstjórasæti og sloppið þannig við að stíga fram með aðgerðir þegar og ef þeirra er þörf þegar samið er um kaup og kjör almennings. Er ekki réttara að láta vinnumarkaðinn um sína vinnu og síðan hafa stjórnvöldu hverju nafni sem þau nefnast, sín verkfæri til að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Þar hefur Seðlabankinn sínu hlutverki einnig að gegna. Óþarft virðist þó fyrir hann að ganga fram fyrir skjöldu og taka á sig fyrir fram högg af átökum vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Betra sýnist fyrir óháð stjórnvald sem starfar eftir sérstökum lögum að segja einfaldlega „pass“ nema þegar og ef stjórntækjum bankans er beitt. Að lokum tel ég mega velta fyrir sér hvers vegna þjóðhagsráð er að fá aðila utan úr bæ til að vinna slíka skýrslur sem formaður Eflingar gerði að umtalsefni í pistli sínum. Allir þeir aðilar sem sæti eiga í ráðinu hafa sérfræðinga á þessu sviði í sinni þjónustu. Hafi ríkisstjórnin sjálf ekki yfir slíkri getu að ráða og þarf að verja skattpeningum til kaupa á slíkri vinnu utan úr bæ hlýtur að þurfa að velta einhverjum steinum við á hlaðinu framan við Arnarhól. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun