Enski boltinn

Neville: Óásættanlegt hjá stjórninni að setja ten Hag í þessa stöðu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Neville vandar stjórnendum hjá Manchester United ekki kveðjurnar.
Neville vandar stjórnendum hjá Manchester United ekki kveðjurnar. James Gill - Danehouse/Getty Images

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, segir að bæta þurfi leikmannahóp félagsins. Ekki sé hægt að gera miklar kröfur á liðið í dag vegna þess að það sé svo illa mannað.

United lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag en stuðningsmenn félagsins voru vongóðir eftir lofandi undirbúningstímabil undir nýjum stjóra, Erik ten Hag. Liðið tapaði hins vegar 2-1 fyrir Brighton & Hove Albion.

„Þetta var klárlega sjokk fyrir hann [ten Hag] eftir lofandi undirbúningstímabil, en ég held að allir sem sáu þessa leikmenn Manchester United sem honum hafa verið afhentir, sem hans leikmannahópur, eftir að hafa fylgst með síðustu misseri að þetta er kunnugleg frammistaða,“ segir Neville, sem kennir stjórendum hjá félaginu um að hafa ekki styrkt félagið frekar og stokkað upp í stöðnuðum leikmannahópi þess.

„Fólkið fyrir ofan hann hjá félaginu ætti að vita að þetta er óásættanleg staða að setja Erik ten Hag í, að fá ekki sterkari hóp en þetta. Það er þörf á að bæta hópinn meira en hefur verið gert fram að þessu,“

„Ég held að enginn aðdáandi, sérfræðingur, eða annar sem hefur horft á þetta lið spila síðustu tólf mánuði, sömu leikmenn að spila í sömu stöðum, hafi búist við neinu öðru en þau sáu í dag,“ segir Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×