Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Karólína Helga Símonardóttir skrifar 8. ágúst 2022 09:30 Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti syrgjandi á Austurlandi grein á Vísir.is um sorgina og þá sérstaklega það að vera syrgjandi á landsbyggðinni. Ég votta henni og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og þakka hlý orð í garð Sorgarmiðstöðvar. Ég tengdi vel við svo margt sem kom fram í grein hennar, það er oftar en ekki aukið flækjustig að geta nálagst ýmsa þjónustu á landsbyggðinni. Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. Ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni. Sorgin eins og hún birtist okkur eftir ástvinamissi er sammannleg tilfinning og eðlilegt viðbragð við missi sem felst í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Við fráfall ástvinar verða þáttaskil sem marka spor í lífi hvers og eins. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts. Gild rök eru fyrir því að góður sorgarstuðningur geti dregið úr alvarlegum afleiðingum sorgar og missis. Landlæknir kom inná í það í opnunarræðu sinni, við formlega opnun Sorgarmiðstöðvar að „Ómeðhöndluð sorg er nefnilega tærandi og getur valdið skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þekking okkar á því hvaða áhrif áföll geta haft á heilsu, bæði andlega og líkamlega, er sífellt að aukast. Þannig er úrvinnsla sorgar í raun lýðheilsumál án þess þó að við ætlum að sjúkdómsvæða sorgina.” Sorgarmiðstöð gerir sér grein fyrir aðstöðumun, það má jafnvel tala um misrétti syrgjenda á landsbyggðinni, þegar kemur að því að leita sér stuðnings eftir ástvinamissi. Við hjá Sorgarmiðstöðinni höfum unnið að því síðustu mánuði að koma upp stafrænni þjónustu fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt. Flest erindi okkar birtast rafrænt og hafinn er undirbúningur rafrænna stuðningshópastarfa fyrir syrgjendur. Við viljum vanda til verka því það er að mörgu að hyggja, en við stefnum að því að hefja þessi hópastörf fljótlega. Við hjá Sorgarmiðstöðinni vonum að þessi aðstöðumunur syrgjenda batni til muna með þeirri þjónustu sem við viljum bjóða upp á fyrir syrgjendur, óháð búsetu. Það er styrkur Sorgarmiðstöðvar að mæta hverjum og einum syrgjanda á hans forsendum. Vert er þó að minna á að þó svo við séum hérna fyrir alla syrgjendur og dyr okkar séu öllum opnar þá er starfsemi okkar takmörkum háð á meðan fjármagn er ótryggt. Öll starfsemi Sorgarmiðstöðvar er alfarið rekin með frjálsum framlögum og á styrkjum. Styrkjum sem mikil vinna fer í að sækja um árlega í hina ýmsu sjóði. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið. Allar upplýsingar um þjónustu Sorgarmiðstöðvar er hægt að finna á heimasíðu samtakanna. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar