Ísflix-menn hættu við 200 milljóna fjárfestingu Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 07:01 Jón Kristinn Snæhólm og Ingvi Hrafn Jónsson eru hvatamennirnir að Ísflix. Hrafnaþing Draumurinn um íslensku efnisveituna Ísflix, sem upphaflega átti að ýta úr vör árið 2019, er úti. Fjölmiðlamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm voru hvatamenn að verkefninu og sögðu það borgaralega efnisveitu sem væri „svona aðeins til hægri“ á hinu pólitíska rófi. Í stað þess að setja á fót eigin efnisveitu hafa tvímenningarnir gert samstarfssamning við streymisveituna Uppkast sem mun hýsa það efni sem Ísflix hafði tryggt sér sýningaréttinn að. Þetta staðfestir Jón Kristinn í samtali við Vísi. Uppkast hafi leitað til þeirra í fyrra og þeir talið þetta vera mun betri lendingu en að fjárfesta 200 milljónum króna í að byggja slíka þjónustu upp frá grunni en upphaflega stóð til að þróa smáforrit fyrir Ísflix sem hægt væri að nálgast í snjallsjónvörpum og símum. Ingvi Hrafn og Jón Kristinn ætluðu sér stóra hluti á íslenskum fjölmiðlamarkaði en heiti Ísflix er skírskotun til Netflix, stærstu streymisveitu heims. Ætluðu í samkeppni við Silfrið Jón Kristinn sagði í samtali við Vísi í nóvember 2019 að efnisveitan myndi leggja höfuðáherslu á íslenska dagskrárgerð og markmiðið væri að bjóða upp á fjölbreytta og borgarlega dagskrárgerð frá fyrsta degi. Auk umræðuþáttarins Hrafnaþings, sem Ingvi Hrafn stýrði lengi á sjónvarpsstöðinni ÍNN, myndi Ísflix meðal annars bjóða upp á matreiðsluþætti, hlaðvörp (til að mynda frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna) og heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Þá var stefnt að því að vera með þjóðmálaþátt í beinni alla sunnudaga í samkeppni við aðra þætti á borð við Silfrið á RÚV og Sprengisand á Bylgjunni. Að sögn Birtu Karenar Tryggvadóttur, útgáfustjóra Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafa ekki farið fram neinar viðræður um útgáfu á efni frá sambandinu. Hér má sjá það úrval efnis sem Ísflix er með á streymisveitunni Uppkast. Jón Kristinn segir að það muni bætast í safnið í næstunniSkjáskot Hrafnaþingið krunkar áfram Ekkert varð af fyrirhugaðri opnun Ísflix í nóvember 2019 og í júlí 2020 gáfu aðstandendur út að henni yrði í stað þess hleypt af stokkunum þann 28. ágúst sama ár. Þá kom fram í yfirlýsingu að öllum stjórnmálaflokkum með sæti á Alþingi hafi verið boðið að vera með þátt á efnisveitunni. Nokkrar þáttaraðir á vegum Ísflix eru nú aðgengilegar hjá íslensku streymisveitunni Uppkasti. Þeirra á meðal eru Á Þingvöllum með Guðna Ágústssyni, matvælaþættirnir Úr haga í maga, heimildarmynd um Bíafra, skammlíft ríki sem klauf sig frá Nígeríu, og Tuttugasta öldin, heimildaþættir sem Hannes Hólmstein Gissurarson var meðhöfundur að. Stór hluti efnisins á vegum Ísflix eru þættir áður frumsýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN sem Ingvi Hrafn stýrði þar til stöðin hætti útsendingum árið 2017. Jón Kristinn hefur þó nokkra reynslu af fjölmiðlum og sést hér ræða við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair. Jón Kristinn segir von á meira spennandi efni frá þeim inn á Uppkast á næstunni, þar á meðal þáttum um hringferð Ingva Hrafns um landið þar sem hann tali við áhugavert fólk. Samstarf þeirra við Uppkast hafi gengið vel og því ekki útlit fyrir að streymisveitan Ísflix muni líta dagsins ljós á næstunni. Aðspurður um framtíð hins sögufræga Hrafnaþings segir Jón Kristinn að þættirnir hafi verið sýndir vikulega á Youtube-síðu þáttarins frá því í janúar 2019 og tvímenningarnir séu í viðræðum við Uppkast um að fá þá inn á streymisveituna. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá fulltrúa Sambands ungra sjálfstæðismanna. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segjast opna „Ísflix“ í lok ágúst Aðstandendur Ísflix, sem er sögð vera ný íslensk efnisveita, segja að hún verði opnuð í lok ágúst. Öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi hafi verið boðið að hafa vikulega þætti þar. Upphaflega stóð til að hleypa þjónustunni af stokkunum í fyrra. 27. júlí 2020 13:33 Ísflix leitar að húsnæði Aðstandendur íslensku efnisveitunnar Ísflix eru ekki af baki dottnir. Þeir leita nú að stærðarinnar húsnæði auk þess sem þeir hafa sankað að sér helling af stöffi frá Hannesi Hólmsteini. 2. desember 2019 11:30 Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í stað þess að setja á fót eigin efnisveitu hafa tvímenningarnir gert samstarfssamning við streymisveituna Uppkast sem mun hýsa það efni sem Ísflix hafði tryggt sér sýningaréttinn að. Þetta staðfestir Jón Kristinn í samtali við Vísi. Uppkast hafi leitað til þeirra í fyrra og þeir talið þetta vera mun betri lendingu en að fjárfesta 200 milljónum króna í að byggja slíka þjónustu upp frá grunni en upphaflega stóð til að þróa smáforrit fyrir Ísflix sem hægt væri að nálgast í snjallsjónvörpum og símum. Ingvi Hrafn og Jón Kristinn ætluðu sér stóra hluti á íslenskum fjölmiðlamarkaði en heiti Ísflix er skírskotun til Netflix, stærstu streymisveitu heims. Ætluðu í samkeppni við Silfrið Jón Kristinn sagði í samtali við Vísi í nóvember 2019 að efnisveitan myndi leggja höfuðáherslu á íslenska dagskrárgerð og markmiðið væri að bjóða upp á fjölbreytta og borgarlega dagskrárgerð frá fyrsta degi. Auk umræðuþáttarins Hrafnaþings, sem Ingvi Hrafn stýrði lengi á sjónvarpsstöðinni ÍNN, myndi Ísflix meðal annars bjóða upp á matreiðsluþætti, hlaðvörp (til að mynda frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna) og heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Þá var stefnt að því að vera með þjóðmálaþátt í beinni alla sunnudaga í samkeppni við aðra þætti á borð við Silfrið á RÚV og Sprengisand á Bylgjunni. Að sögn Birtu Karenar Tryggvadóttur, útgáfustjóra Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafa ekki farið fram neinar viðræður um útgáfu á efni frá sambandinu. Hér má sjá það úrval efnis sem Ísflix er með á streymisveitunni Uppkast. Jón Kristinn segir að það muni bætast í safnið í næstunniSkjáskot Hrafnaþingið krunkar áfram Ekkert varð af fyrirhugaðri opnun Ísflix í nóvember 2019 og í júlí 2020 gáfu aðstandendur út að henni yrði í stað þess hleypt af stokkunum þann 28. ágúst sama ár. Þá kom fram í yfirlýsingu að öllum stjórnmálaflokkum með sæti á Alþingi hafi verið boðið að vera með þátt á efnisveitunni. Nokkrar þáttaraðir á vegum Ísflix eru nú aðgengilegar hjá íslensku streymisveitunni Uppkasti. Þeirra á meðal eru Á Þingvöllum með Guðna Ágústssyni, matvælaþættirnir Úr haga í maga, heimildarmynd um Bíafra, skammlíft ríki sem klauf sig frá Nígeríu, og Tuttugasta öldin, heimildaþættir sem Hannes Hólmstein Gissurarson var meðhöfundur að. Stór hluti efnisins á vegum Ísflix eru þættir áður frumsýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN sem Ingvi Hrafn stýrði þar til stöðin hætti útsendingum árið 2017. Jón Kristinn hefur þó nokkra reynslu af fjölmiðlum og sést hér ræða við Hall Hallsson um bók hans Vulture´s Lair. Jón Kristinn segir von á meira spennandi efni frá þeim inn á Uppkast á næstunni, þar á meðal þáttum um hringferð Ingva Hrafns um landið þar sem hann tali við áhugavert fólk. Samstarf þeirra við Uppkast hafi gengið vel og því ekki útlit fyrir að streymisveitan Ísflix muni líta dagsins ljós á næstunni. Aðspurður um framtíð hins sögufræga Hrafnaþings segir Jón Kristinn að þættirnir hafi verið sýndir vikulega á Youtube-síðu þáttarins frá því í janúar 2019 og tvímenningarnir séu í viðræðum við Uppkast um að fá þá inn á streymisveituna. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá fulltrúa Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segjast opna „Ísflix“ í lok ágúst Aðstandendur Ísflix, sem er sögð vera ný íslensk efnisveita, segja að hún verði opnuð í lok ágúst. Öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi hafi verið boðið að hafa vikulega þætti þar. Upphaflega stóð til að hleypa þjónustunni af stokkunum í fyrra. 27. júlí 2020 13:33 Ísflix leitar að húsnæði Aðstandendur íslensku efnisveitunnar Ísflix eru ekki af baki dottnir. Þeir leita nú að stærðarinnar húsnæði auk þess sem þeir hafa sankað að sér helling af stöffi frá Hannesi Hólmsteini. 2. desember 2019 11:30 Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segjast opna „Ísflix“ í lok ágúst Aðstandendur Ísflix, sem er sögð vera ný íslensk efnisveita, segja að hún verði opnuð í lok ágúst. Öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi hafi verið boðið að hafa vikulega þætti þar. Upphaflega stóð til að hleypa þjónustunni af stokkunum í fyrra. 27. júlí 2020 13:33
Ísflix leitar að húsnæði Aðstandendur íslensku efnisveitunnar Ísflix eru ekki af baki dottnir. Þeir leita nú að stærðarinnar húsnæði auk þess sem þeir hafa sankað að sér helling af stöffi frá Hannesi Hólmsteini. 2. desember 2019 11:30
Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Íslensku efnisveitunni Ísflix verður ýtt úr vör þann 1. nóvember næstkomandi. 24. september 2019 11:30