„Stórstjarna í Indie heiminum“ væntanleg til landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Aldous Harding heldur tónleika í Hljómahöll 15. ágúst næstkomandi. Aðsend Tónlistarkonan Aldous Harding verður með tónleika í Hljómahöllinni þann 15. ágúst næstkomandi. Harding kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2017 og hefur á undanförnum árum hlotið jákvæð viðbrögð frá gagnrýnendum fyrir plötur sínar. Grímur Atlason, einn af skipuleggjendum tónleikanna, segir gesti eiga von á kraftmiklum viðburði. „Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi en hún er stórstjarna í Indie heiminum. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Í mars síðastliðnum sendi hún frá sér plötuna Warm Chris og hafa dómarnir verið frábærir og lögin Fever og Lawn hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur.“ Tónlistarmaðurinn H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Harding en þau eru einnig kærustupar. Hawkline er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Cate Le Bon og Kevin Morby og nú á síðustu árum með kærustu sinni, Harding. „Í fjölmiðlaheiminum hefur hann sem dæmi unnið með samlanda sínum Huw Stephens en Stephens er tónlistaráhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur,“ segir í fréttatilkynningu. „Harding hefur einnig sent frá sér plöturnar Party (2017) og Designer (2019) og hlutu þær einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim,“ segir Grímur og bætir við: „Platan Designer fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og The Independent. Lagið Barrel náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019.“ Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur sínar með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. View this post on Instagram A post shared by Aldous Harding (@aldousharding) Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikar hefjast 20:00. Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar. Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Grímur Atlason, einn af skipuleggjendum tónleikanna, segir gesti eiga von á kraftmiklum viðburði. „Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi en hún er stórstjarna í Indie heiminum. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Í mars síðastliðnum sendi hún frá sér plötuna Warm Chris og hafa dómarnir verið frábærir og lögin Fever og Lawn hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur.“ Tónlistarmaðurinn H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Harding en þau eru einnig kærustupar. Hawkline er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Cate Le Bon og Kevin Morby og nú á síðustu árum með kærustu sinni, Harding. „Í fjölmiðlaheiminum hefur hann sem dæmi unnið með samlanda sínum Huw Stephens en Stephens er tónlistaráhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur,“ segir í fréttatilkynningu. „Harding hefur einnig sent frá sér plöturnar Party (2017) og Designer (2019) og hlutu þær einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim,“ segir Grímur og bætir við: „Platan Designer fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og The Independent. Lagið Barrel náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019.“ Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur sínar með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. View this post on Instagram A post shared by Aldous Harding (@aldousharding) Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikar hefjast 20:00. Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira