Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Bjarki Sigurðsson og Elísabet I. Sigurðardóttir skrifa 8. ágúst 2022 22:45 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Stöð 2 Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar. Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar.
Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10
Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04