Lífið samstarf

„Við skulum gleyma því að þetta hafi gerst“

Nettó
Það gekk á ýmsu í eldhúsinu þegar Helgi Jean Claessen eldaði fyllta tómata með kúrbít fyrir Hafdísi Huld.
Það gekk á ýmsu í eldhúsinu þegar Helgi Jean Claessen eldaði fyllta tómata með kúrbít fyrir Hafdísi Huld.

Í nýjasta þætti Get ég eldað? tekur Helgi Jean á móti Hafdísi Huld söngkonu. Þau fóru saman í Nettó og versluðu í fyllta tómata með kúrbít.

Það kom fljótlega í ljós að það vantaði perlubygg og voru þá notuð ýmis ráð til að bæta það upp. Hafdís Huld fékk svo að eiga lokasvar þáttaraðarinnar. Getur Helgi eldað?

Klippa: Get ég eldað? 6. þáttur

UPPSKRIFT

fyrir 4 fenginn frá fræ.com

  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 öskjur stórir íslenskir tómatar / 10 stk*
  • 1/2 bolli / 100gr íslenskt perlubygg
  • 1 meðalstór kúrbítur / 250 - 300gr
  • 1 msk ferskt garðablóðberg/timjan/thyme
  • 2 msk næringarger
  • chili flögur eftir smekk
  • salt + fjórar árstíðir pipar frá Kryddhúsinu
  • ólífur
  • 70gr furuhnetur

*Íslensku tómatarnir eru sérstaklega stórir þessa dagana og líkjast buff tómötum en eru merktir eins og venjulega. Buff tómatar eru líka frábærir í þessa uppskrift vegna þess hversu stórir þeir eru.

AÐFERÐ

  1.  Hitið ofninn á 180*c.
  2. Sjóðið perlubygg eftir leiðbeiningum.
  3. Fínskerið lauk og kúrbít og mýkið á pönnu ásamt örlítilli olíu á miðlungs hita.
  4. Skerið toppinn af tómötunum og losið kjarnann úr. Bætið kjarnanum út á pönnuna. Látið malla í nokkrar mínútur.
  5. Skolið og sigtið perlubyggið og bætið út á pönnuna.
  6. Bætið garðablóðbergi við með því að losa laufin af stönglunum. Saltið og piprið - ég notaði fjórar árstíðir frá Kryddhúsinu en það eru fjórar gerðir af piparkornum sem gefa ótrúlega gott bragð.
  7. Bætið hvítlauk, næringargeri og chili flögum út á pönnuna og hrærið vel.
  8. Fyllið tómatana með blöndunni og setjið toppinn á.
  9. Bakið tómatana í 20-30 míútur eftir stærð þeirra. Þeir verða pínu krumpaðir og sætir.
  10. Berið fram með ristuðum furuhnetum og ólífum.

Njótið ótrúlega vel!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.