„Án hjartahnoðs væri ég dauður“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 10:58 Bob Odenkirk, fer á kostum sem Saul Goodman í þáttunum Better Call Saul. Getty Leikarinn geðþekki Bob Odenkirk, sem fer um þessar mundir á kostum sem klækjalögmaðurinn Saul Goodman í þáttunum Better Call Saul, var nær dauða en lífi við tökur á þáttunum á síðasta ári. Hann segist eiga hjartahnoði líf sitt að launa. Odenkirk, sem er 59 ára gamall, var við tökur á síðustu seríu Better Call Saul þegar hann fékk hjartaáfall og hneig niður. Hann opnaði sig um atvikið í samtali við Radio Times á dögunum „Ég féll niður á hné, og síðan hneig ég alveg niður. Ég held að ég hafi sagt „mér líður ekki nógu vel.“ Meðleikarar hans, Rhea Sheehorn, sem fer með hlutverk Kim Wexler og Patrick Fabian, sem fer með hlutverk Howard Hamlin, gripu í Bob og öskruðu á hann að halda sér á þessari jörðu. „Ég dró ekki andann, ef enginn hefði verið þarna, hefðu þau ekki framkvæmt hjartahnoðið, væri ég dauður innan fárra mínútna,“ segir Bob. Loks kom læknir tökuliðsins á svæðið og sem framkvæmdi hjartastuð og kom Bob í öruggari hendur. Úrvalsleikaralið Better Call Saul. Frá vinstri: Patrick Fabian, Tony Dalton, sem slær um þessar mundir í gegn sem arftaki Salamanca fjölskyldunnar.,Lalo Salamanca., Rhea Seehorn, Bob Odenkirk, Giancarlo Esposito, Jonathan Banks og Michael MandoGetty Komið að leiðarlokum Better Call Saul þáttunum lýkur í næstu viku eftir sex spennutrylltar seríur þar sem Bob Odenkirk fer með hlutverk lævísa lögmannsins Saul Goodman sem verður sífellt spilltari með hverju málinu sem hann tekur sér fyrir hendur. Í hvert sinn sem það lítur út fyrir að lögmaðurinn hafi málað sig út í horn finnur hann leið úr aðstæðunum með klækjabrögðum. Í málin blandast deilur fíkniefnabaróna frá Mexíkó sem berjast um yfirráðasvæði í Nýju-Mexíkó. „Þetta hlutverk á svo stóran þátt í lífi mínu að ég á mjög erfitt með að horfast í augu við það að þessu sé að ljúka.“ „Þetta hafa samtals verið tólf ár en þegar ég mun horfa á síðustu seríuna með öllum hinum mun ég átta mig á því: þetta er búið.“ Aaron Paul, sem sló í gegn sem Jesse Pinkman í Breaking Bad, ásamt Bob Odenkirk.Getty Kærkomnir endurfundir Þættirnir gerast að sjálfsögðu á sömu slóðum og Walter White og Jesse Pinkman gerðu garðinn frægan í Breaking Bad þáttunum en Better Call Saul þættirnir eiga sér stað nokkrum árum áður en þeir kynnast á tilviljanakenndan hátt. Í Breaking Bad flækist Saul Goodman í eiturlyfjabrask gagnfræðiskólakennarans Walter White sem verður með tímanum alræmdur eiturlyfjabarón, ásamt ógæfusama kumpána sínum Jesse Pinkman. Tvíeykinu bregður fyrir í þessari síðustu seríu Better Call Saul og segist Odenkirk hafa verið himinlifandi yfir endurfundunum. „Þetta var bara besta tilfinning allra tíma. Í fyrsta þætti sem við tókum upp fyrir tólf árum vorum við í tökum úti í eyðimörkinni klukkan tvö um nótt í sandstormi. Þannig að fá þessa endurfundi núna... ég get ekki sagt meira en það. Þetta verður magnað.“ Better Call Saul þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Odenkirk, sem er 59 ára gamall, var við tökur á síðustu seríu Better Call Saul þegar hann fékk hjartaáfall og hneig niður. Hann opnaði sig um atvikið í samtali við Radio Times á dögunum „Ég féll niður á hné, og síðan hneig ég alveg niður. Ég held að ég hafi sagt „mér líður ekki nógu vel.“ Meðleikarar hans, Rhea Sheehorn, sem fer með hlutverk Kim Wexler og Patrick Fabian, sem fer með hlutverk Howard Hamlin, gripu í Bob og öskruðu á hann að halda sér á þessari jörðu. „Ég dró ekki andann, ef enginn hefði verið þarna, hefðu þau ekki framkvæmt hjartahnoðið, væri ég dauður innan fárra mínútna,“ segir Bob. Loks kom læknir tökuliðsins á svæðið og sem framkvæmdi hjartastuð og kom Bob í öruggari hendur. Úrvalsleikaralið Better Call Saul. Frá vinstri: Patrick Fabian, Tony Dalton, sem slær um þessar mundir í gegn sem arftaki Salamanca fjölskyldunnar.,Lalo Salamanca., Rhea Seehorn, Bob Odenkirk, Giancarlo Esposito, Jonathan Banks og Michael MandoGetty Komið að leiðarlokum Better Call Saul þáttunum lýkur í næstu viku eftir sex spennutrylltar seríur þar sem Bob Odenkirk fer með hlutverk lævísa lögmannsins Saul Goodman sem verður sífellt spilltari með hverju málinu sem hann tekur sér fyrir hendur. Í hvert sinn sem það lítur út fyrir að lögmaðurinn hafi málað sig út í horn finnur hann leið úr aðstæðunum með klækjabrögðum. Í málin blandast deilur fíkniefnabaróna frá Mexíkó sem berjast um yfirráðasvæði í Nýju-Mexíkó. „Þetta hlutverk á svo stóran þátt í lífi mínu að ég á mjög erfitt með að horfast í augu við það að þessu sé að ljúka.“ „Þetta hafa samtals verið tólf ár en þegar ég mun horfa á síðustu seríuna með öllum hinum mun ég átta mig á því: þetta er búið.“ Aaron Paul, sem sló í gegn sem Jesse Pinkman í Breaking Bad, ásamt Bob Odenkirk.Getty Kærkomnir endurfundir Þættirnir gerast að sjálfsögðu á sömu slóðum og Walter White og Jesse Pinkman gerðu garðinn frægan í Breaking Bad þáttunum en Better Call Saul þættirnir eiga sér stað nokkrum árum áður en þeir kynnast á tilviljanakenndan hátt. Í Breaking Bad flækist Saul Goodman í eiturlyfjabrask gagnfræðiskólakennarans Walter White sem verður með tímanum alræmdur eiturlyfjabarón, ásamt ógæfusama kumpána sínum Jesse Pinkman. Tvíeykinu bregður fyrir í þessari síðustu seríu Better Call Saul og segist Odenkirk hafa verið himinlifandi yfir endurfundunum. „Þetta var bara besta tilfinning allra tíma. Í fyrsta þætti sem við tókum upp fyrir tólf árum vorum við í tökum úti í eyðimörkinni klukkan tvö um nótt í sandstormi. Þannig að fá þessa endurfundi núna... ég get ekki sagt meira en það. Þetta verður magnað.“ Better Call Saul þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+
Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira