Í ævilangt bann eftir að hafa káfað á konum sem hann þjálfaði Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 11:43 Toni Minichiello braut ítrekað á íþróttakonum sem hann þjálfaði. Getty/Shaun Botterill Toni Minichiello mun aldrei aftur fá að þjálfa á vegum breska frjálsíþróttasambandsins eftir að hafa verið fundinn sekur um óviðeigandi kynferðislega hegðun gagnvart íþróttafólki sem hann þjálfaði. Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju. Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Minichiello var mikils metinn í bresku frjálsíþróttalífi eftir þann frábæra árangur sem Jessice Ennis-Hill, sem hann þjálfaði, náði. Bretaprinsessa sæmdi hann til að mynda verðlaunum sem þjálfari ársins árið 2012, eftir að Ennis-Hill hafði orðið ólympíumeistari í sjöþraut í London. Samkvæmt heimildum The Guardian beindust brot Minichiello ekki að Ennis-Hill heldur að nokkrum öðrum íþróttakonum og kvenkyns þjálfurum. Óháð rannsókn leiddi í ljós að brot Minichiello hefðu náð yfir 15 ára tímabil. Brot hans voru meðal annars þessi: Óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð gagnvart íþróttafólki, þar á meðal með látbragði sem átti að sýna kynfæri kvenna og munnmök, með því að segja við íþróttakonu „sjúgðu á mér typpið“, og með því að tala ítrekað um getnaðarlim sinn sem „ítölsku kryddpylsuna“. Virða ekki einkalíf íþróttafólks, meðal annars með því að spyrja íþróttakonu hvort að hún hefði „einhvern tímann stundað kynlíf í ræktinni“. Óviðeigandi snertingar, meðal annars með því að snerta brjóst tveggja íþróttakvenna sem hann átti að þjálfa og þykjast hjakkast á þeim. Einelti og stríðni, meðal annars með því að láta íþróttakonu sitja með keilu á hausnum til að líkja eftir svokölluðum „tossahatti“. Breska frjálsíþróttasambandið segir að þar sem að þjálfaraleyfi Minichiello hafi verið útrunnið sé ekki hægt að svipta hann því. Það sé hins vegar alveg ljóst að aldrei í framtíðinni muni það teljast við hæfi að veita honum þjálfaraleyfi að nýju.
Frjálsar íþróttir Bretland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira