Í könnun Maskínu kemur fram að um 3-5 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu séu neikvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við um sjö til fimmtán prósent víða á landsbyggðinni. Mest virðist neikvæðnin vera á Norðurlandi, þar sem um 15 prósent íbúa virðast neikvæðir í garð túrista.
Kjósendur Flokks fólksins eru einnig áberandi neikvæðir í garð túrista. Þeir sem hafa lægri tekjur eru jafnframt neikvæðari en þeir sem hafa meira á milli handanna.
Lesa má úr niðurstöðum könnunarinnar í heild sinni hér.
Könnunin fór fram dagana 20. til 25. júlí 2022 og voru svarendur 1.069 talsins.