Trump ber vitni í New York Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 10:50 Donald Trump í New York í gærkvöldi. AP/Yuki Iwamura Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Nýr umdæmasaksóknari tók við rannsókninni í janúar og hefur hægt á henni síðan þá. Hún er þó enn yfirstandandi og vegna þess gæti Trump komist hjá því að svara spurningum rannsakenda James með því að vísa í ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Trump sagði frá vitnaleiðslunum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Er í New York í kvöld. Hittir rasískan ríkissaksóknara á morgun, vegna helstu nornaveiða í sögu Bandaríkjanna!,“ skrifaði Trump. Vert er að taka fram að James er þeldökk. „Mitt frábæra fyrirtæki og ég erum undir árásum úr öllum áttum. Bananalýðveldi!“ skrifaði Trump einnig. Í maí bárust þær fregnir frá skrifstofu James að rannsókninni á viðskiptaháttum Trumps myndi brátt ljúka og að umtalsverð sönnunargögn sem styddu mögulega lögsókn gegn Trump og/eða fyrirtækinu hefðu fundist. Þá kom fram að það eina sem rannsakendur vantaði væri vitnisburður Trumps en Donald Trump yngri og Ivanka Trump, börn forsetans fyrrverandi, hafa þegar borið vitni. Trump átti að bera vitni í síðasta mánuði en vitnaleiðslunni var frestað eftir að Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona hans, dó. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Sjá einnig: Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Nýr umdæmasaksóknari tók við rannsókninni í janúar og hefur hægt á henni síðan þá. Hún er þó enn yfirstandandi og vegna þess gæti Trump komist hjá því að svara spurningum rannsakenda James með því að vísa í ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Trump sagði frá vitnaleiðslunum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Er í New York í kvöld. Hittir rasískan ríkissaksóknara á morgun, vegna helstu nornaveiða í sögu Bandaríkjanna!,“ skrifaði Trump. Vert er að taka fram að James er þeldökk. „Mitt frábæra fyrirtæki og ég erum undir árásum úr öllum áttum. Bananalýðveldi!“ skrifaði Trump einnig. Í maí bárust þær fregnir frá skrifstofu James að rannsókninni á viðskiptaháttum Trumps myndi brátt ljúka og að umtalsverð sönnunargögn sem styddu mögulega lögsókn gegn Trump og/eða fyrirtækinu hefðu fundist. Þá kom fram að það eina sem rannsakendur vantaði væri vitnisburður Trumps en Donald Trump yngri og Ivanka Trump, börn forsetans fyrrverandi, hafa þegar borið vitni. Trump átti að bera vitni í síðasta mánuði en vitnaleiðslunni var frestað eftir að Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona hans, dó.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29
Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56
Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03
Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01