Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 11:36 Kristján Þórður Snæbjarnarson tók í morgun við embætti forseta Alþýðusamband Íslands. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54