Neitaði að svara spurningunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 14:39 Donald Trump fyrir utan Trump-turn í New York í morgun. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sagt var frá því á Vísi í morgun að Trump myndi bera vitni í dag. Málaferlin eru leidd af Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis. Málið snýst um að það að Trump og aðrir forsvarsmenn fyrirtækis hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Rannsókn James er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Lögmenn Trumps hafa haldið því fram að James sé að nota rannsókn sína til að reyna að finna vísbendingar fyrir rannsókn umdæmasaksóknara Manhattan. Það að síðarnefnda rannsóknin er til gerði Trump kleift að beita fyrir sig fimmta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um rétt fólks til að sakbenda sjálft sig ekki. Sjá einnig: Trump ber vitni í New York Í yfirlýsingu segist Trump ekki hafa átt annarra kosta völ en að neita að svara spurningunum. Hann fer hörðum orðum um James og segir hana misheppnaðan pólitíkus sem hafi einsett sér að gera út af við sig. Hún hafi átt í samstarfi við aðra andstæðinga hans og segir hann að framferði hennar undanfarin þrjú ár sé til skammar fyrir réttarkerfi Bandaríkjanna og skattgreiðendur New York. „Ég gerði ekkert rangt,“ sagði Trump. Það sagði hann ástæðu þess að þeir fjölmörgu aðilar á öllum stigum yfirvalda Bandaríkjanna sem hafa rannsakað Trump, í samstarfi við „falska fjölmiðla“, hafi ekkert fundið. „Ég spurði einu sinni: „Ef þú ert saklaus, af hverju ertu að nýta þér fimmta ákvæðið?“ Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump. Hann lýsti rannsóknunum gegn sér, börnum hans og fyrirtæki þeirra sem nornaveiðum. Forsetinn fyrrverandi sagði í yfirlýsingunni að húsleit sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði á heimili hans í Flórída væri í hans huga sönnun fyrir samsæri núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gegn sér. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Því hafi hann, í samráði við lögmenn sína, ákveðið að svara spurningunum ekki. NEW: Former president Trump says he invoked his Fifth Amendment rights during his deposition with @NewYorkStateAG s office pic.twitter.com/NQ0gUyCc4U— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) August 10, 2022 Eins og áður segir, tengist þetta mál ekki húsleit Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Mar-A-Lago á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana hafa verið framkvæmda vegna leynilegra gagna sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Washington Post hefur eftir lögmanni Trumps að starfsmenn FBI hafi lagt hald á um tólf kassa af gögnum á mánudaginn. Það er tilviðbótar við fimmtán kassa af gögnum sem Trump afhenti Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna fyrir um sjö mánuðum. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Það tók nokkra mánuði að fá gögnin afhent en eftir það höfðu starfsmenn Þjóðsjalasafnsins og rannsakendur enn áhyggjur af því að Trump hefði ekki afhent öll gögnin sem hann tók úr Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira