Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 21:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. arnar halldórsson Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“ Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“
Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira