Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 21:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. arnar halldórsson Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“ Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“
Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira