Erlent

Sjö ákærðir fyrir nauðgun í kjölfar hópárásar í námu í Suður-Afríku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar í Krugersdorp réðust að hinum meintu brotamönnum og létu þá afklæðast, áður en þeir voru færðir lögreglu. Þá var kveikt í búðum þeirra.
Íbúar í Krugersdorp réðust að hinum meintu brotamönnum og létu þá afklæðast, áður en þeir voru færðir lögreglu. Þá var kveikt í búðum þeirra. AP/Denis Farrell

Yfirvöld í Suður-Afríku hafa ákært sjö manns fyrir 32 nauðganir eftir hópárás í yfirgefinni námu í nágrenni Jóhannesarborgar.

Árásin átti sér stað þegar upptökur stóðu yfir á tónlistarmyndbandi í námunni. 

Um það bil 60 menn voru handteknir í tengslum við málið, sem yfirvöld segja ólöglega kolanámumenn sem grafa eftir gulli í yfirgefnum námum. 

Allir eru taldir vera ólöglegir innflytjendur. 

Mennirnir verða flestir ákærðir fyrir brot á útlendingalögum og fyrir að bera ólögleg skotvopn en sjö fyrir að hafa nauðgað átta konum.

Aðgerðasinnar hafa krafist þess að mennirnir verði ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi og þá eru stjórnvöld hvött til að gera meira í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Nauðganir og kynferðisbrot eru óvíða tíðari en í Suður-Afríku en hlutfall þeirra sem sóttir eru til saka er afar lágt.

Meðal þeirra hugmynda sem eru uppi á borðum til að taka á vandanum eru gelding með lyfjagjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×