Arnar rak fjórða dómarann út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2022 11:16 Arnar Grétarsson var ekki sáttur þegar hann sá Svein Arnarsson inni á skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir leikinn gegn KR. vísir/diego Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segist hafa farið langt yfir strikið í mótmælum sínum í leiknum gegn KR í Bestu deild karla. Hann vísaði fjórða dómara leiksins út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir. Arnar var rekinn af velli í leik KA og KR 2. ágúst síðastliðinn. KR-ingar unnu leikinn, 0-1, en KA-menn voru afar ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu undir lok leiks. Arnar fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn KR. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að hann hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Þjálfarinn ræddi um rauða spjaldið, bannið og samskipti sín við fjórða dómara leiksins gegn KR, Svein Arnarsson, við Ríkharð Óskar Guðnason í Þungavigtinni. „Það er búið að gusta vel um okkur og sérstaklega um mig. Það verður að segjast alveg eins og er að ég á allan þátt í því. Eftir rauða spjaldið hagaði ég mér á alveg gjörsamlega óásættanlegan máta og sprakk,“ sagði Arnar. „Ég sé gríðarlega eftir því og nota tækifærið hér og nú og bið þessa einstaklinga innilega afsökunar vegna þess að það er ekkert sem afsakar það, sama hvort dómarar eru mjög slakir eða ekki, að þú missir þig svona. Ég missti bara hausinn, hagaði mér gríðarlega illa og kom sjálfum mér, leikmönnum og félaginu í slæma stöðu og sé fyrst og fremst gríðarlega eftir því.“ Klippa: Þungavigtin - Viðtal við Arnar Grétarsson Morguninn eftir leikinn gegn KR mætti Arnar til vinnu í KA-heimilinu og þar hitti hann fjórða dómarann sem er búsettur á Akureyri. Þrátt fyrir að rúmur hálfur sólarhringur væri liðinn frá því leiknum lauk var Arnari ekki runnin reiðin. „Ég labbaði framhjá skrifstofu sem er við hliðina á minni og þar sé ég fjórða dómara vera að rölta inn í herbergi þar sem handboltaþjálfararnir eru. Þar er hann bara með kaffibolla og enginn annar inni. Ég var ekki enn búinn að jafna mig á þessu nokkrum klukkutímum seinna og vísaði honum út. Ég held ég hafi ekki notað einhver ljót orð en auðvitað var mér enn heitt í hamsi,“ sagði Arnar. Honum finnst sem Sveinn hefði getað lesið betur í aðstæður þennan morguninn þegar hann kom með barn sitt á æfingu. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, að fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum. Ég er hundrað prósent viss á því að ef hann hefði mætt tveimur dögum seinna hefði ég beðist afsökunar á mínu framferði og rætt atvikið.“ Arnar segist ekki hafa elt Svein út á bílastæði og haldið áfram að skammast í honum þar eins og rætt hefur verið um. Hann sagðist hins vegar hafa frétt af því að Sveinn hafi komið aftur upp í KA-heimili á sama tíma daginn eftir. Arnar hitti Svein hins vegar ekki þá en segist ætla að biðja hann afsökunar næst þegar hann rekst á hann. KA hefur áfrýjað banninu sem Arnar fékk. Beri það ekki árangur getur hann ekki stýrt KA-mönnum aftur í Bestu-deildinni fyrr en gegn Blikum 11. september. Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan. Nálgast má þætti af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Besta deild karla KA Akureyri Tengdar fréttir „Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“ Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni. 10. ágúst 2022 17:46 „KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. 10. ágúst 2022 13:30 Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. 10. ágúst 2022 11:05 Arnar úrskurðaður í fimm leikja bann og KA fær sekt Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir framkomu sína í garð dómara í leik liðsins gegn KR fyrir rúmri viku síðan. 9. ágúst 2022 20:01 Arnar sér bara rautt þegar hann mætir KR Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti KR á Akureyri í gær. Þetta er í annað skiptið í sumar sem Arnar fær rautt í leik á móti Vesturbæjarliðinu. 3. ágúst 2022 12:00 Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. 3. ágúst 2022 10:00 Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. 2. ágúst 2022 21:07 Umfjöllun og viðtöl: KA-KR 0-1 | Fyrsti deildarsigur KR-inga í 66 daga KR vann loksins deildarleik í Bestu-deild karla er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði 0-1 og var sigurinn kærkominn en KR vann síðast leik í deild 29. maí síðastliðinn. 2. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Arnar var rekinn af velli í leik KA og KR 2. ágúst síðastliðinn. KR-ingar unnu leikinn, 0-1, en KA-menn voru afar ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu undir lok leiks. Arnar fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn KR. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að hann hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Þjálfarinn ræddi um rauða spjaldið, bannið og samskipti sín við fjórða dómara leiksins gegn KR, Svein Arnarsson, við Ríkharð Óskar Guðnason í Þungavigtinni. „Það er búið að gusta vel um okkur og sérstaklega um mig. Það verður að segjast alveg eins og er að ég á allan þátt í því. Eftir rauða spjaldið hagaði ég mér á alveg gjörsamlega óásættanlegan máta og sprakk,“ sagði Arnar. „Ég sé gríðarlega eftir því og nota tækifærið hér og nú og bið þessa einstaklinga innilega afsökunar vegna þess að það er ekkert sem afsakar það, sama hvort dómarar eru mjög slakir eða ekki, að þú missir þig svona. Ég missti bara hausinn, hagaði mér gríðarlega illa og kom sjálfum mér, leikmönnum og félaginu í slæma stöðu og sé fyrst og fremst gríðarlega eftir því.“ Klippa: Þungavigtin - Viðtal við Arnar Grétarsson Morguninn eftir leikinn gegn KR mætti Arnar til vinnu í KA-heimilinu og þar hitti hann fjórða dómarann sem er búsettur á Akureyri. Þrátt fyrir að rúmur hálfur sólarhringur væri liðinn frá því leiknum lauk var Arnari ekki runnin reiðin. „Ég labbaði framhjá skrifstofu sem er við hliðina á minni og þar sé ég fjórða dómara vera að rölta inn í herbergi þar sem handboltaþjálfararnir eru. Þar er hann bara með kaffibolla og enginn annar inni. Ég var ekki enn búinn að jafna mig á þessu nokkrum klukkutímum seinna og vísaði honum út. Ég held ég hafi ekki notað einhver ljót orð en auðvitað var mér enn heitt í hamsi,“ sagði Arnar. Honum finnst sem Sveinn hefði getað lesið betur í aðstæður þennan morguninn þegar hann kom með barn sitt á æfingu. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, að fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum. Ég er hundrað prósent viss á því að ef hann hefði mætt tveimur dögum seinna hefði ég beðist afsökunar á mínu framferði og rætt atvikið.“ Arnar segist ekki hafa elt Svein út á bílastæði og haldið áfram að skammast í honum þar eins og rætt hefur verið um. Hann sagðist hins vegar hafa frétt af því að Sveinn hafi komið aftur upp í KA-heimili á sama tíma daginn eftir. Arnar hitti Svein hins vegar ekki þá en segist ætla að biðja hann afsökunar næst þegar hann rekst á hann. KA hefur áfrýjað banninu sem Arnar fékk. Beri það ekki árangur getur hann ekki stýrt KA-mönnum aftur í Bestu-deildinni fyrr en gegn Blikum 11. september. Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan. Nálgast má þætti af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Besta deild karla KA Akureyri Tengdar fréttir „Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“ Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni. 10. ágúst 2022 17:46 „KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. 10. ágúst 2022 13:30 Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. 10. ágúst 2022 11:05 Arnar úrskurðaður í fimm leikja bann og KA fær sekt Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir framkomu sína í garð dómara í leik liðsins gegn KR fyrir rúmri viku síðan. 9. ágúst 2022 20:01 Arnar sér bara rautt þegar hann mætir KR Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti KR á Akureyri í gær. Þetta er í annað skiptið í sumar sem Arnar fær rautt í leik á móti Vesturbæjarliðinu. 3. ágúst 2022 12:00 Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. 3. ágúst 2022 10:00 Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. 2. ágúst 2022 21:07 Umfjöllun og viðtöl: KA-KR 0-1 | Fyrsti deildarsigur KR-inga í 66 daga KR vann loksins deildarleik í Bestu-deild karla er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði 0-1 og var sigurinn kærkominn en KR vann síðast leik í deild 29. maí síðastliðinn. 2. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“ Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni. 10. ágúst 2022 17:46
„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. 10. ágúst 2022 13:30
Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. 10. ágúst 2022 11:05
Arnar úrskurðaður í fimm leikja bann og KA fær sekt Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir framkomu sína í garð dómara í leik liðsins gegn KR fyrir rúmri viku síðan. 9. ágúst 2022 20:01
Arnar sér bara rautt þegar hann mætir KR Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti KR á Akureyri í gær. Þetta er í annað skiptið í sumar sem Arnar fær rautt í leik á móti Vesturbæjarliðinu. 3. ágúst 2022 12:00
Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. 3. ágúst 2022 10:00
Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. 2. ágúst 2022 21:07
Umfjöllun og viðtöl: KA-KR 0-1 | Fyrsti deildarsigur KR-inga í 66 daga KR vann loksins deildarleik í Bestu-deild karla er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði 0-1 og var sigurinn kærkominn en KR vann síðast leik í deild 29. maí síðastliðinn. 2. ágúst 2022 22:14
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti