Fjarskafögur fyrirheit Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 08:00 Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun