Lífið

Fyrsta stiklan úr íslensku dans- og söngvamyndinni Abbababb

Elísabet Hanna skrifar
Hanna og vinir hennar komast að því að einhver ætlar að sprengja upp skólann.
Hanna og vinir hennar komast að því að einhver ætlar að sprengja upp skólann. Skjáskot/Youtube

Íslenska dans- og söngvamyndin Abbababb hefur gefið út sína fyrstu stiklu en myndin er eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem leikstýrði henni einnig og er væntanleg í kvikmyndahús í september. Myndin er byggð á samnefndum söngleik Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, betur þekktur sem Dr. Gunni.

Með aðalhlutverk fara Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson og Vilhjálmur Árni Sigurðsson. Myndin fjallar um Hönnu og vini hennar í hljómsveitinni Rauða Hauskúpan sem uppgötva það að óprúttnir aðilar ætli að sprengja upp skólann á lokaballinu. Vinirnir ætla ekki að láta það gerast og beita öllum sínum ráðum til að ná óþokkunum. 

Mikið er um dans og söngSkjáskot/Youtube

Aðrir leikarar í myndinni eru: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Vala Snædal Sigurðardóttir, Jón Arnór Pétursson og Daði Víðisson.

Rokk og ról!Skjáskot/Youtube

Stikluna má sjá í heild sinni hér að neðan:


Tengdar fréttir

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“

Fyrsta stiklan úr Svari við bréfi Helgu frumsýnd

Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september en hér er fyrsta stiklan úr myndinni sem er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×