Lífríki í ám og sjó ógnað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 13:00 Skeljatínsla á Norður-Spáni Xurxo Lobato/ Getty Images Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig. Loftslagsmál Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig.
Loftslagsmál Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira