Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-FH 4-1 | Stórsigur Eyjamanna á líflitlum Hafnfirðingum Einar Kárason skrifar 14. ágúst 2022 17:54 Eiður Aron var frábær í liði ÍBV. Vísir/stefán Bjart var yfir Hásteinsvelli þegar Eyjamenn tóku á móti bláklæddum Hafnfirðingum í dag. Það voru heimamenn sem hófu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu komst Halldór Jón Sigurður Þórðarson í dauðafæri eftir frábæran undirbúning frá Arnari Breka Gunnarssyni en Atli Gunnar Guðmundsson í marki FH varði slakt skot hans. Arnar Breki fékk svo sjálfur hörkufæri eftir sendingu Atla Hrafns Andrasonar en tilraun Arnars beint á Atla. Það var þó ekki nema sekúndum eftir það færi sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Halldór Jón vann þá boltann við teig gestanna og skoraði með góðu skoti úr teig. Eyjamenn komnir verðskuldað yfir á níundu mínútu leiksins eftir góða byrjun. FH-ingar virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara og ekki leið á löngu þar til heimamenn höfðu tvöfaldað forustu sína. Atli Hrafn átti þá sendingu á fjærstöng þar sem fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur og skallaði að marki. Atli varði vel en Eiður fljótur að átta sig og kom boltanum í netið úr liggjandi stöðu af stuttu færi. Staðan orðin 2-0 og ekki stundarfjórðungur liðinn. Yfirburðir heimamanna héldu áfram og komust FH varla yfir miðju fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar en þeir voru nálægt því að minnka muninn þegar Oliver Heiðarsson átti skot úr teig sem Guðjón Orri Sigurjónsson í marki ÍBV varði vel. Örlítið meira jafnvægi komst á leikinn eftir fyrsta hálftímann en gestirnir fengu hornspyrnur og ágætis skotfæri. Eitt þeirra átti Ólafur Guðmundsson þegar hann lét vaða fyrir utan teig en beint í hendur Guðjóns Orra. Guðjón var fljótur að spyrna boltanum fram á Arnar Breka sem keyrði í átt að teig gestanna. Þegar Arnar lyfti boltanum í átt að Halldóri Jóni sem var á ferðinni inni í teig FH varð Ólafur fyrir því óláni að fá boltann í höndina og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Hana tók Andri Rúnar Bjarnason sem setti boltann niðri í hornið vinstra megin þar sem Atli var mættur. Markvörður gestanna var nálægt því að verja en inn lak boltinn. Staðan orðin 3-0 og enn tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. FH voru nálægt því að minnka muninn þegar Máni Austmann Hilmarsson átti skalla að marki eftir hornspyrnu en Guðjón Orri varði frábærlega áður en varnarmenn heimamanna komu boltanum burt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan því 3-0 fyrir ÍBV sem voru hreint út sagt frábærir fyrri fjörtíu og fimm mínúturnar. FH-ingar áttu fyrsta færi síðari hálfleiks og var það algjört dauðafæri. Eyjamenn vildu fá dæmt brot þegar Alex Freyr Hilmarsson var tekinn niður á miðjum vallarhelmingi ÍBV en ekkert dæmt og upp fóru gestirnir. Steven Lennon fékk boltann inni í teig, fíflaði Eið Aron og Guðjón Orra áður en hann renndi boltanum á Mána Austmann sem átti bara eftir að pota boltanum yfir línuna í opið markið. Sigurður Arnar Magnússon sýndi þá hreint út sagt frábæran varnarleik þegar hann renndi sér eftir marklínunni og varði skot Mána áður en boltinn rúllaði í hendur Guðjóns Orra. Andri Rúnar hefði getað skorað sitt annað mark í leiknum og komið ÍBV í 4-0 eftir tæplega klukkustundarleik þegar hann fékk boltann inni í teig gestanna. Andri ætlaði að lyfta boltanum yfir Atla, sem og hann gerði, en setti of mikinn kraft í skotið og boltinn vel yfir markið. Gestunum tókst að minnka muninn stuttu síðar þegar Úlfur Ágúst Björnsson fékk boltann inni í teig ÍBV og skaut að marki. Svo gæti verið að boltinn hafi verið á leið framhjá en hafði viðkomu í varnarmanni Eyjamanna og fór þaðan í netið, óverjandi fyrir Guðjón Orra. Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH fékk svo hörkufæri stuttu síðar þegar boltinn barst til hans eftir vesen í vörn Eyjamanna. Vinstri fótar skot Matthíasar hinsvegar of nálægt Guðjóni Orra sem varði skotið og hélt boltanum. Þegar rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks og gestirnir farnir að færa sig framar á völlinn í leit að marki voru það heimamenn sem komu boltanum í netið. Slök sending í öftustu varnarlínu ætluð varð til þess að Ólafur varð undir í baráttu við Felix Örn Friðriksson sem keyrði í átt að marki og lagði boltann snyrtilega í vinstra hornið framhjá Atla og staðan orðin 4-1. Mínútum síðar hefðu heimamenn átt að bæta við fimmta markinu þegar Jose Sito fékk boltann eftir sendingu af hægri kantinum frá Guðjóni Erni en Atli gerði vel í markinu og varði. FH-ingar reyndu eins og þeir gátu að laga stöðuna en án árangurs og lauk leik því með 4-1 sigri ÍBV sem var síst of stór. Eyjamenn því komnir með fimmtán stig í Bestu deildinni en vandræði Hafnfirðinga halda áfram. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn hófu leikinn af krafti og komust yfir snemma leiks. Þeir héldu áfram að þjarma að særðum FH-ingum og kom annað' markið stuttu síðar. Gestirnir gerðu lítið sem ekkert framan af fyrri hálfleik og voru undir á öllum vígstöðum. Þrátt fyrir nokkur ágætis fyrir til að minnka muninn enn frekar gekk það ekki eftir á meðan Eyjamenn bættu í og skoruðu fjórða markið. Hverjir stóðu upp úr? Eiður Aron, Alex Freyr, Atli Hrafn, Guðjón Ernir .. ég gæti haldið áfram. Hver einasti leikmaður ÍBV skilaði góðu dagsverki. Hvað gekk illa? Lykilmenn FH sáust margir hverjir ekki nánast allan leikinn. Steven Lennon fékk ekki úr miklu að moða og Kristinn Freyr Sigurðsson var ósýnilegur. Björn Daníel Sverrisson og Matthías skugginn af sjálfum sér. Það er eitthvað að uppi í Kaplakrika og verðugt verkefni framundan fyrir Eið Smára Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson. Hvað gerist næst? Eyjamenn gera sér ferð upp á Skipaskaga og eiga þar leik við ÍA á meðan FH fá Keflvíkinga í heimsókn. Hermann: Erum klárir í stríð Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var frábær leikur og það var frábært að fá þessi stig, frábær frammistaða enn og aftur og frábær viðbrögð eftir að hafa tapað um síðustu helgi," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við vissum það sem lið, klefinn allur, að við vildum vera snöggir að svara fyrir síðustu helgi. Það var off dagur sem hefur ekkert verið hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að lagfæra þessi smáatriði og það gekk heldur betur eftir. Við erum hungraðir og höfum gaman af því að spila fyrir hvorn annan. Slást og berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það af þessum krafti er maður verðlaunaður." Baráttuglaðir Eyjamenn ,,Það lýsir því sem ég hef sagt áður. Eftir erfiða byrjun og þú ert ekki að fá þessa næringu sem fylgir því að vinna leik þá sýnir þetta úr hverju menn eru gerðir. Við erum klárir í stríð og ætlum að berjast fyrir hverju einasta stigi sem eftir er. Það er öruggt og við höfum verið að gera það. Geggjað að sjá hvernig menn bregðast við. Það var gaman að horfa á þá og þetta var skemmtilegur leikur. Við fengum fullt af færum." ,,Það vantaði lítið upp á, bara herslumuninn í mörgum leikjum í byrjun sumars. Takturinn hefur verið betri og betri og það hefur verið stígandi í leik liðsins. Því fylgir sjálfstraust og leikgleði sem hefur einkennt Eyjaliðið. Við erum á góðum stað með það, engin spurning." ,,Við vitum að smáatriði í nokkrum leikjum hefðu getað skilað okkur fleiri stigum en það sem stendur uppúr er að við erum ekkert að brotna, beyglast, heldur haldið áfram, áfram og haldið trúnni að hér er allt í klefanum sem við þurfum til að ná í þrjú stig," sagði Hermann. Eiður Smári: Þurfum að fara í grunninn Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.Vísir/Diego Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var hreinskilinn og hálf meyr eftir sannfærandi tap síns liðs. ,,Auðvitað er þetta þungt, að tapa 4-1. Sama hvar og hvenær. Það sem er erfiðast að sætta sig við að í fyrri hálfleik voru þetta karlmenn á móti stráklingum. Við vissum nákvæmlega út í hvað við værum að fara. Það var búið að fara vel yfir ÍBV liðið og það er ekki nóg að koma út eins og karlmenn bara í seinni hálfleik." ,,Það vantaði svolítið uppá, og ég er ekkert alveg með svarið af hverju. Ég held ég hafi eytt allri orku minni í hálfleik, það er ekki mikið eftir á tanknum hjá mér í dag," sagði Eiður og glotti. ,,Við áttum einhver færi til að koma okkur í 3-2. Það þarf að klára þau færi og þá hugsanlega hefðum við getað tekið eitthvað úr leiknum. Við fjórða markið er leikurinn bara spilaður." ,,Þegar þú ert í svona stöðu er ekkert annað en að fara í grunninn. Þú þarft að hlaupa þig í jörðina og fara í öll einvígi eins og það sé síðasta einvígið sem þú ferð í. Þú þarft að setja kröfur á liðsfélaga, eins og við gerum sem þjálfarar og við gerum sem hópur. Útfrá því, hugsanlega koma gæðin í ljós, annars ekki." ,,Við getum sagt að það séu nóg af leikjum eftir, en þeim fer fækkandi. Það þarf að gera sér grein fyrir og sætta sig við stöðuna sem við erum í. Eins og ég segi, fara í öll einvígi og taka öll hlaup eins og það sé þitt síðasta, í hverjum einasta leik, í níutíu mínútur plús. Þá inn á milli koma gæðin á bæði einstaklingum og liði í ljós, en það er ekki fyrr en við gerum það." Besta deild karla FH ÍBV
Bjart var yfir Hásteinsvelli þegar Eyjamenn tóku á móti bláklæddum Hafnfirðingum í dag. Það voru heimamenn sem hófu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu komst Halldór Jón Sigurður Þórðarson í dauðafæri eftir frábæran undirbúning frá Arnari Breka Gunnarssyni en Atli Gunnar Guðmundsson í marki FH varði slakt skot hans. Arnar Breki fékk svo sjálfur hörkufæri eftir sendingu Atla Hrafns Andrasonar en tilraun Arnars beint á Atla. Það var þó ekki nema sekúndum eftir það færi sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Halldór Jón vann þá boltann við teig gestanna og skoraði með góðu skoti úr teig. Eyjamenn komnir verðskuldað yfir á níundu mínútu leiksins eftir góða byrjun. FH-ingar virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara og ekki leið á löngu þar til heimamenn höfðu tvöfaldað forustu sína. Atli Hrafn átti þá sendingu á fjærstöng þar sem fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur og skallaði að marki. Atli varði vel en Eiður fljótur að átta sig og kom boltanum í netið úr liggjandi stöðu af stuttu færi. Staðan orðin 2-0 og ekki stundarfjórðungur liðinn. Yfirburðir heimamanna héldu áfram og komust FH varla yfir miðju fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar en þeir voru nálægt því að minnka muninn þegar Oliver Heiðarsson átti skot úr teig sem Guðjón Orri Sigurjónsson í marki ÍBV varði vel. Örlítið meira jafnvægi komst á leikinn eftir fyrsta hálftímann en gestirnir fengu hornspyrnur og ágætis skotfæri. Eitt þeirra átti Ólafur Guðmundsson þegar hann lét vaða fyrir utan teig en beint í hendur Guðjóns Orra. Guðjón var fljótur að spyrna boltanum fram á Arnar Breka sem keyrði í átt að teig gestanna. Þegar Arnar lyfti boltanum í átt að Halldóri Jóni sem var á ferðinni inni í teig FH varð Ólafur fyrir því óláni að fá boltann í höndina og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Hana tók Andri Rúnar Bjarnason sem setti boltann niðri í hornið vinstra megin þar sem Atli var mættur. Markvörður gestanna var nálægt því að verja en inn lak boltinn. Staðan orðin 3-0 og enn tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. FH voru nálægt því að minnka muninn þegar Máni Austmann Hilmarsson átti skalla að marki eftir hornspyrnu en Guðjón Orri varði frábærlega áður en varnarmenn heimamanna komu boltanum burt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan því 3-0 fyrir ÍBV sem voru hreint út sagt frábærir fyrri fjörtíu og fimm mínúturnar. FH-ingar áttu fyrsta færi síðari hálfleiks og var það algjört dauðafæri. Eyjamenn vildu fá dæmt brot þegar Alex Freyr Hilmarsson var tekinn niður á miðjum vallarhelmingi ÍBV en ekkert dæmt og upp fóru gestirnir. Steven Lennon fékk boltann inni í teig, fíflaði Eið Aron og Guðjón Orra áður en hann renndi boltanum á Mána Austmann sem átti bara eftir að pota boltanum yfir línuna í opið markið. Sigurður Arnar Magnússon sýndi þá hreint út sagt frábæran varnarleik þegar hann renndi sér eftir marklínunni og varði skot Mána áður en boltinn rúllaði í hendur Guðjóns Orra. Andri Rúnar hefði getað skorað sitt annað mark í leiknum og komið ÍBV í 4-0 eftir tæplega klukkustundarleik þegar hann fékk boltann inni í teig gestanna. Andri ætlaði að lyfta boltanum yfir Atla, sem og hann gerði, en setti of mikinn kraft í skotið og boltinn vel yfir markið. Gestunum tókst að minnka muninn stuttu síðar þegar Úlfur Ágúst Björnsson fékk boltann inni í teig ÍBV og skaut að marki. Svo gæti verið að boltinn hafi verið á leið framhjá en hafði viðkomu í varnarmanni Eyjamanna og fór þaðan í netið, óverjandi fyrir Guðjón Orra. Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH fékk svo hörkufæri stuttu síðar þegar boltinn barst til hans eftir vesen í vörn Eyjamanna. Vinstri fótar skot Matthíasar hinsvegar of nálægt Guðjóni Orra sem varði skotið og hélt boltanum. Þegar rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks og gestirnir farnir að færa sig framar á völlinn í leit að marki voru það heimamenn sem komu boltanum í netið. Slök sending í öftustu varnarlínu ætluð varð til þess að Ólafur varð undir í baráttu við Felix Örn Friðriksson sem keyrði í átt að marki og lagði boltann snyrtilega í vinstra hornið framhjá Atla og staðan orðin 4-1. Mínútum síðar hefðu heimamenn átt að bæta við fimmta markinu þegar Jose Sito fékk boltann eftir sendingu af hægri kantinum frá Guðjóni Erni en Atli gerði vel í markinu og varði. FH-ingar reyndu eins og þeir gátu að laga stöðuna en án árangurs og lauk leik því með 4-1 sigri ÍBV sem var síst of stór. Eyjamenn því komnir með fimmtán stig í Bestu deildinni en vandræði Hafnfirðinga halda áfram. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn hófu leikinn af krafti og komust yfir snemma leiks. Þeir héldu áfram að þjarma að særðum FH-ingum og kom annað' markið stuttu síðar. Gestirnir gerðu lítið sem ekkert framan af fyrri hálfleik og voru undir á öllum vígstöðum. Þrátt fyrir nokkur ágætis fyrir til að minnka muninn enn frekar gekk það ekki eftir á meðan Eyjamenn bættu í og skoruðu fjórða markið. Hverjir stóðu upp úr? Eiður Aron, Alex Freyr, Atli Hrafn, Guðjón Ernir .. ég gæti haldið áfram. Hver einasti leikmaður ÍBV skilaði góðu dagsverki. Hvað gekk illa? Lykilmenn FH sáust margir hverjir ekki nánast allan leikinn. Steven Lennon fékk ekki úr miklu að moða og Kristinn Freyr Sigurðsson var ósýnilegur. Björn Daníel Sverrisson og Matthías skugginn af sjálfum sér. Það er eitthvað að uppi í Kaplakrika og verðugt verkefni framundan fyrir Eið Smára Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson. Hvað gerist næst? Eyjamenn gera sér ferð upp á Skipaskaga og eiga þar leik við ÍA á meðan FH fá Keflvíkinga í heimsókn. Hermann: Erum klárir í stríð Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét ,,Þetta var frábær leikur og það var frábært að fá þessi stig, frábær frammistaða enn og aftur og frábær viðbrögð eftir að hafa tapað um síðustu helgi," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við vissum það sem lið, klefinn allur, að við vildum vera snöggir að svara fyrir síðustu helgi. Það var off dagur sem hefur ekkert verið hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að lagfæra þessi smáatriði og það gekk heldur betur eftir. Við erum hungraðir og höfum gaman af því að spila fyrir hvorn annan. Slást og berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það af þessum krafti er maður verðlaunaður." Baráttuglaðir Eyjamenn ,,Það lýsir því sem ég hef sagt áður. Eftir erfiða byrjun og þú ert ekki að fá þessa næringu sem fylgir því að vinna leik þá sýnir þetta úr hverju menn eru gerðir. Við erum klárir í stríð og ætlum að berjast fyrir hverju einasta stigi sem eftir er. Það er öruggt og við höfum verið að gera það. Geggjað að sjá hvernig menn bregðast við. Það var gaman að horfa á þá og þetta var skemmtilegur leikur. Við fengum fullt af færum." ,,Það vantaði lítið upp á, bara herslumuninn í mörgum leikjum í byrjun sumars. Takturinn hefur verið betri og betri og það hefur verið stígandi í leik liðsins. Því fylgir sjálfstraust og leikgleði sem hefur einkennt Eyjaliðið. Við erum á góðum stað með það, engin spurning." ,,Við vitum að smáatriði í nokkrum leikjum hefðu getað skilað okkur fleiri stigum en það sem stendur uppúr er að við erum ekkert að brotna, beyglast, heldur haldið áfram, áfram og haldið trúnni að hér er allt í klefanum sem við þurfum til að ná í þrjú stig," sagði Hermann. Eiður Smári: Þurfum að fara í grunninn Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.Vísir/Diego Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var hreinskilinn og hálf meyr eftir sannfærandi tap síns liðs. ,,Auðvitað er þetta þungt, að tapa 4-1. Sama hvar og hvenær. Það sem er erfiðast að sætta sig við að í fyrri hálfleik voru þetta karlmenn á móti stráklingum. Við vissum nákvæmlega út í hvað við værum að fara. Það var búið að fara vel yfir ÍBV liðið og það er ekki nóg að koma út eins og karlmenn bara í seinni hálfleik." ,,Það vantaði svolítið uppá, og ég er ekkert alveg með svarið af hverju. Ég held ég hafi eytt allri orku minni í hálfleik, það er ekki mikið eftir á tanknum hjá mér í dag," sagði Eiður og glotti. ,,Við áttum einhver færi til að koma okkur í 3-2. Það þarf að klára þau færi og þá hugsanlega hefðum við getað tekið eitthvað úr leiknum. Við fjórða markið er leikurinn bara spilaður." ,,Þegar þú ert í svona stöðu er ekkert annað en að fara í grunninn. Þú þarft að hlaupa þig í jörðina og fara í öll einvígi eins og það sé síðasta einvígið sem þú ferð í. Þú þarft að setja kröfur á liðsfélaga, eins og við gerum sem þjálfarar og við gerum sem hópur. Útfrá því, hugsanlega koma gæðin í ljós, annars ekki." ,,Við getum sagt að það séu nóg af leikjum eftir, en þeim fer fækkandi. Það þarf að gera sér grein fyrir og sætta sig við stöðuna sem við erum í. Eins og ég segi, fara í öll einvígi og taka öll hlaup eins og það sé þitt síðasta, í hverjum einasta leik, í níutíu mínútur plús. Þá inn á milli koma gæðin á bæði einstaklingum og liði í ljós, en það er ekki fyrr en við gerum það."
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti