„Við áttum að finna hann þarna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 17:04 Búið var að rífa fánann í hornunum og brjóta hann saman þegar Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, kom að honum í morgun. Vísir/Samsett Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni. Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni.
Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59