Lífið

Hvaða kaldi pottur höfuð­borgar­svæðisins er bestur?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kaldi potturinn í Ásgarðslaug í Garðabæ.
Kaldi potturinn í Ásgarðslaug í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Stóraukinn áhugi Íslendinga á köldum böðum síðustu ár hefur gert það að verkum að kaldir pottar eru nú orðnir staðalbúnaður í sundlaugum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu er nú til að mynda kaldur pottur í hverri einustu laug.

En pottarnir eru jafnmismunandi og þeir eru margir. Aðgengi, hitastig, dýpt og lögun eru breytur sem geta haft áhrif á upplifun þeirra sem sækja kælingu í laugarnar.

Og fréttastofu leikur þannig forvitni á að vita: Hverjir eru bestu – og verstu – köldu pottarnir á höfuðborgarsvæðinu? 

Reynt verður að skera úr um það með óformlegri könnun hér fyrir neðan, sem lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í. Fjallað verður um niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á næstunni.

Besti kaldi potturinn?

Könnuninni er lokið.

Versti kaldi potturinn?

Könnuninni er lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.