Niðurstöður könnunar Ipec, sem kynntar voru í gær, benda til að Lula njóti stuðnings 44 prósent kjósenda, en Bolsonaro 32 prósent.
Dagurinn í dag markar upphaf formlegrar kosningabáráttu þó að bæði Bolsonaro og Lula hafi í raun rekið kosningabaráttur sínar svo mánuðum skiptir.

Hinn 67 ára Bolsonaro, sem tók við forsetaembættinu í ársbyrjun 2019, hyggst í dag halda kosningafund í bænum Juiz de Fora, smábæ í suðausturhluta landsins þar sem hann varð fyrir hnífaárás í kosningabaráttunni árið 2018.
Hinn 76 ára Lula, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2003 til 2010, mun á sama tíma heimsækja verksmiðju Volkswagen í bænum Sao Bernardo do Campo í héraðinu São Paulo, þar sem hann hóf pólitísk afskipti sín sem stéttarfélagsleiðtogi.
Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október, en nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta mun síðari umferð kosninganna fara fram 30. október þar sem kosið er milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni.