Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Þór/KA 2-0 | Markaþurrð Selfyssinga lokið Andri Már Eggertsson skrifar 16. ágúst 2022 20:40 Sif Atladóttir er í Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Selfoss hafði ekki skorað í síðustu fimm leikjum áður en Þór/KA kom í heimsókn. Brenna Lovera braut ísinn á fimmtu mínútu. Þór/KA hótaði jöfnunarmarki í síðari hálfleik en gegn gangi leiksins skoraði Susanna Joy Friedrichs annað mark Selfyssinga og gulltryggði stigin þrjú. Það tók Selfoss aðeins fimm mínútur að brjóta ísinn. Unnur Dóra fékk sendingu með bakið í marki fyrir utan teig þar sem hún náði að þræða Bergrós eina í gegn hægra megin í teignum. Bergrós náði góðu skoti framhjá Hörpu Jóhannsdóttur, markmanni Þór/KA. Boltinn virtist vera á leiðinni inn en Brenna Lovera tók enga áhættu og potaði í boltann áður en hann fór inn fyrir línuna. Selfoss hafði ekki skorað mark í síðustu fimm leikjum og var mikill léttir að brjóta ísinn í fyrsta sinn síðan 10. júní. Eftir mark Brennu datt leikurinn niður og fengu bæði lið afar fá færi. Sandra María Jessen fékk eitt af tveimur færum gestanna. Eftir hornspyrnu og barning í teignum datt boltinn fyrir framan Söndru þar sem hún lét vaða en skot hennar fór yfir markið. Selfyssingar fór með eins marks forskot inn í búningsklefa eftir afar rólegan fyrri hálfleik. Það gerðist lítið á fyrsta korteri síðari hálfleiks en eftir fyrstu fimmtán mínúturnar fór Þór/KA að vakna til lífsins. Gestirnir fengu tvær góðar skyndisóknir með stuttu millibili sem virtist hafa gefið þeim öryggi á vellinum þar sem þær færðu sig ofar á völlinn. Sandra María Jessen fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 68. mínútu. Eftir klaufagang í vörn Selfyssinga fékk Jakobína boltann þar sem hún átti góða fyrirgjöf inn í teig þar sem Sandra fleygði sér á boltann en skot Söndru fór yfir markið. Eins og þruma úr heiðskíru lofti gerði Susanna Joy Friedrichs annað mark Selfyssinga eftir að Þór/KA hafi legið í sókn. Miranda Nild og Susanna áttu góðan samleik sem endaði með að Susanna komst á hægri fótinn og lét vaða þar sem boltinn söng í fjærhorninu. 2-0 sigur Selfoss staðreynd og var þetta fyrsti deildarsigur Selfyssinga síðan 1. júní. Af hverju vann Selfoss? Selfoss skoraði afar laglegt mark snemma leiks sem var mikilvægt þar sem liðið hafði ekki skorað í síðustu fimm leikjum. Færanýting Þór/KA var afar léleg þar sem gestirnir fengu tækifæri til að jafna leikinn í síðari hálfleik en fengu mark í bakið í staðinn og þá var allur vindur úr Þór/KA. Hverjar stóðu upp úr? Susanna Joy Friedrichs var lífleg upp og niður vinstri vænginn. Susanna skoraði laglegt mark þar sem hún kláraði leikinn fyrir Selfyssinga. Tiffany Sornpao, markmaður Selfoss, átti afar öflugan leik milli stanganna. Tiffany tók allt sem kom á markið og stóð upp úr þegar hún varði þrumuskot frá Huldu Ósk með glæsibrag. Hvað gekk illa? Þór/KA er í frjálsu falli og hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum. Þór/KA skapaði sér engin færi í fyrri hálfleik en gestirnir frá Akureyri tóku yfir seinni hálfleikinn og fengu fullt af færum til að jafna leikinn. Það var síðan dæmigert fyrir lið með lítið sjálfstraust að nýta ekki bara færin heldur fá á sig mark í bakið í þokkabót. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag mætast Þór/KA og Þróttur Reykjavík klukkan 18:00. Miðvikudaginn eftir viku fer Selfoss á HS Orku-völlinn og mætir Keflavík klukkan 18:00. Jón Stefán: Nenni ekki að væla yfir slæmu gengi Þjálfarateymi Þórs/KA Perry Mclachlan og Jón Stefán JónssonMynd/Þór/KA Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Það var svekkjandi að fá á sig mark á fyrstu tíu mínútunum í enn eitt skiptið á tímabilinu. Það er helvíti hart að ætla að byrja alla leiki marki undir og við þurfum að laga það,“ sagði Jón Stefán og hélt áfram. „Mér fannst fyrsta markið í leiknum hefði mögulega átt að vera rangstaða en við hefðum þó átt að verjast betur. Ég hef þó tilfinningu fyrir því að við séum á réttri leið.“ Þór/KA fékk urmul af færum til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Selfoss bætti við marki sem kláraði leikinn. „Það voru tæplega tíu mínútur eftir þegar Selfoss bætti við marki og auðvitað kláraði það leikinn. Ég nenni samt ekki að væla yfir gengi liðsins þar sem ég hef tilfinningu fyrir því að þetta sé að koma hjá okkur og ætla standa fastur á henni,“ sagði Jón Stefán jákvæður að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Þór Akureyri KA
Selfoss hafði ekki skorað í síðustu fimm leikjum áður en Þór/KA kom í heimsókn. Brenna Lovera braut ísinn á fimmtu mínútu. Þór/KA hótaði jöfnunarmarki í síðari hálfleik en gegn gangi leiksins skoraði Susanna Joy Friedrichs annað mark Selfyssinga og gulltryggði stigin þrjú. Það tók Selfoss aðeins fimm mínútur að brjóta ísinn. Unnur Dóra fékk sendingu með bakið í marki fyrir utan teig þar sem hún náði að þræða Bergrós eina í gegn hægra megin í teignum. Bergrós náði góðu skoti framhjá Hörpu Jóhannsdóttur, markmanni Þór/KA. Boltinn virtist vera á leiðinni inn en Brenna Lovera tók enga áhættu og potaði í boltann áður en hann fór inn fyrir línuna. Selfoss hafði ekki skorað mark í síðustu fimm leikjum og var mikill léttir að brjóta ísinn í fyrsta sinn síðan 10. júní. Eftir mark Brennu datt leikurinn niður og fengu bæði lið afar fá færi. Sandra María Jessen fékk eitt af tveimur færum gestanna. Eftir hornspyrnu og barning í teignum datt boltinn fyrir framan Söndru þar sem hún lét vaða en skot hennar fór yfir markið. Selfyssingar fór með eins marks forskot inn í búningsklefa eftir afar rólegan fyrri hálfleik. Það gerðist lítið á fyrsta korteri síðari hálfleiks en eftir fyrstu fimmtán mínúturnar fór Þór/KA að vakna til lífsins. Gestirnir fengu tvær góðar skyndisóknir með stuttu millibili sem virtist hafa gefið þeim öryggi á vellinum þar sem þær færðu sig ofar á völlinn. Sandra María Jessen fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 68. mínútu. Eftir klaufagang í vörn Selfyssinga fékk Jakobína boltann þar sem hún átti góða fyrirgjöf inn í teig þar sem Sandra fleygði sér á boltann en skot Söndru fór yfir markið. Eins og þruma úr heiðskíru lofti gerði Susanna Joy Friedrichs annað mark Selfyssinga eftir að Þór/KA hafi legið í sókn. Miranda Nild og Susanna áttu góðan samleik sem endaði með að Susanna komst á hægri fótinn og lét vaða þar sem boltinn söng í fjærhorninu. 2-0 sigur Selfoss staðreynd og var þetta fyrsti deildarsigur Selfyssinga síðan 1. júní. Af hverju vann Selfoss? Selfoss skoraði afar laglegt mark snemma leiks sem var mikilvægt þar sem liðið hafði ekki skorað í síðustu fimm leikjum. Færanýting Þór/KA var afar léleg þar sem gestirnir fengu tækifæri til að jafna leikinn í síðari hálfleik en fengu mark í bakið í staðinn og þá var allur vindur úr Þór/KA. Hverjar stóðu upp úr? Susanna Joy Friedrichs var lífleg upp og niður vinstri vænginn. Susanna skoraði laglegt mark þar sem hún kláraði leikinn fyrir Selfyssinga. Tiffany Sornpao, markmaður Selfoss, átti afar öflugan leik milli stanganna. Tiffany tók allt sem kom á markið og stóð upp úr þegar hún varði þrumuskot frá Huldu Ósk með glæsibrag. Hvað gekk illa? Þór/KA er í frjálsu falli og hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum. Þór/KA skapaði sér engin færi í fyrri hálfleik en gestirnir frá Akureyri tóku yfir seinni hálfleikinn og fengu fullt af færum til að jafna leikinn. Það var síðan dæmigert fyrir lið með lítið sjálfstraust að nýta ekki bara færin heldur fá á sig mark í bakið í þokkabót. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag mætast Þór/KA og Þróttur Reykjavík klukkan 18:00. Miðvikudaginn eftir viku fer Selfoss á HS Orku-völlinn og mætir Keflavík klukkan 18:00. Jón Stefán: Nenni ekki að væla yfir slæmu gengi Þjálfarateymi Þórs/KA Perry Mclachlan og Jón Stefán JónssonMynd/Þór/KA Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Það var svekkjandi að fá á sig mark á fyrstu tíu mínútunum í enn eitt skiptið á tímabilinu. Það er helvíti hart að ætla að byrja alla leiki marki undir og við þurfum að laga það,“ sagði Jón Stefán og hélt áfram. „Mér fannst fyrsta markið í leiknum hefði mögulega átt að vera rangstaða en við hefðum þó átt að verjast betur. Ég hef þó tilfinningu fyrir því að við séum á réttri leið.“ Þór/KA fékk urmul af færum til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Selfoss bætti við marki sem kláraði leikinn. „Það voru tæplega tíu mínútur eftir þegar Selfoss bætti við marki og auðvitað kláraði það leikinn. Ég nenni samt ekki að væla yfir gengi liðsins þar sem ég hef tilfinningu fyrir því að þetta sé að koma hjá okkur og ætla standa fastur á henni,“ sagði Jón Stefán jákvæður að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti