Haustboðinn ljúfi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar