„Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 10:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson hafa báðir fagnað mörgum sigrum undanfarin sumur. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. Víkingur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Breiðablik hefur verið með örugga forystu í Bestu deildinni í allt sumar. Bæði fóru þau lengra en öll önnur íslensk lið í Evrópukeppninni í ár og virðast ætla að keppa um titlana eins og í fyrra. Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um þeirra lið og sérstaklega stöðu þeirra í íslenskum fótbolta í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leiknum á móti Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Víkingur að taka fram úr öðrum liðum? „Það er umræða um það í fótboltasamfélaginu að Breiðablik undir stjórn þinni og Víkingar undir stjórn Arnars séu að taka fram úr öðrum liðum, í taktík, hugsun og svo framvegis. Ertu sammála því?“ spurði Gunnlaugur fyrst Óskar Hrafn og svo Arnar. „Gulli, ég get ekki setið hérna á mótið þér og vera að hossa sjálfum mér. Það verða bara einhverjir aðrir að dæma um það. Eina sem ég get sagt er að mér finnst Blikaliðið hafa tekið skref í rétta átt, bæði frá tímabilinu 2020 til 2021 og svo aftur frá tímabilinu 2021 til 2022,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson.Vísir/Hulda Margrét „Það er það eina sem ég get verið að horfa á en það er auðvitað gleðiefni. Svo er það okkar að halda áfram og reyna að bæta þetta. Hvort að við séum að gera hlutina einhvern veginn öðruvísi eða betur, ég bara veit það ekki,“ sagði Óskar. Gefðu þessu fimm ár „Það eru margir frábærir þjálfarar í þessari deild og allir að gera hlutina eins vel og þeir geta held ég en bara á mismunandi hátt. Það eru margar leiðir að settu marki og við höfum séð það í gegnum tíðina. Gefðu þessu fimm ár og sjáðu þá hvort að einhver lið hafi raunverulega skilið sig frá hinum. Ég held að það sé þá sem hægt sé að segja hvort að eitthvað hafi breyst og þá til batnaðar,“ sagði Óskar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Eru Breiðablik og Víkingur að stinga af? „Ég kem inn á mjög góðum tíma í íslenskum fótbolta. 2019 var ekki mikið um nýjungar. Liðin voru ekki farin að pæla í því hvað væri að gerast út í hinum stóra heimi hvað varðar fitness, greiningar og annað þess háttar. Ég kem inn þarna með ferskar hugmyndir og þurfti smá tíma til að vinna úr þeim. Óskar kemur inn á svipuðum tíma,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Arnar Gunnlaugsson að stýra liði Víkinga á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum.Vísir/Hulda Margrét Hlæja og gera grín þegar eitthvað nýtt kemur fram „Alltaf þegar eitthvað nýtt kemur inn á sjónarsviðið þá fara menn kannski aðeins að hlæja og gera kannski grín að því. Núna er einfaldlega staðan sú að þessi tvö lið hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi,“ sagði Arnar. „Hvað gerir það? Það gerir það að verkum að hin liðin þurfa að spýta í lófana sem þau eru að gera og eru að reyna að gera. Reyna að fylgja okkar fordæmi. Hvað þurfum við þá að gera? Við þurfum að spýta ennþá meira í lófana. Ég hugsa það bara íslenskum fótbolta til framdráttar hvað sé búið að gerast þrjú til fjögur síðustu ár,“ sagði Arnar. Arnar Gunnlaugsson.Vísir/Hulda Margrét Gríðarlegur rígur „Það er gríðarlegur rígur á milli þessara tveggja klúbba, milli Breiðabliks og Víkings. Maður sér það á samfélagsmiðlum á milli stuðningsmanna og því hvernig greinar ákveðnir blaðamenn í fjölmiðlum skrifa. Ég hef mjög gaman af því,“ sagði Arnar. „Það er líka gríðarleg virðing á milli klúbbanna tveggja. Ein af fyrstu skilaboðunum sem ég fæ eftir góðan árangur í Evrópukeppninni er frá Óskari. Hann vill fyrst og fremst að liðið hans sé að rústa mínu liði en hann vill líka allt íslenskum fótbolta til framdráttar. Rígur jú, en mikil virðing,“ sagði Arnar. Það má sjá þessi brot úr viðtalinu við þá báða hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Víkingur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Breiðablik hefur verið með örugga forystu í Bestu deildinni í allt sumar. Bæði fóru þau lengra en öll önnur íslensk lið í Evrópukeppninni í ár og virðast ætla að keppa um titlana eins og í fyrra. Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um þeirra lið og sérstaklega stöðu þeirra í íslenskum fótbolta í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leiknum á móti Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Víkingur að taka fram úr öðrum liðum? „Það er umræða um það í fótboltasamfélaginu að Breiðablik undir stjórn þinni og Víkingar undir stjórn Arnars séu að taka fram úr öðrum liðum, í taktík, hugsun og svo framvegis. Ertu sammála því?“ spurði Gunnlaugur fyrst Óskar Hrafn og svo Arnar. „Gulli, ég get ekki setið hérna á mótið þér og vera að hossa sjálfum mér. Það verða bara einhverjir aðrir að dæma um það. Eina sem ég get sagt er að mér finnst Blikaliðið hafa tekið skref í rétta átt, bæði frá tímabilinu 2020 til 2021 og svo aftur frá tímabilinu 2021 til 2022,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson.Vísir/Hulda Margrét „Það er það eina sem ég get verið að horfa á en það er auðvitað gleðiefni. Svo er það okkar að halda áfram og reyna að bæta þetta. Hvort að við séum að gera hlutina einhvern veginn öðruvísi eða betur, ég bara veit það ekki,“ sagði Óskar. Gefðu þessu fimm ár „Það eru margir frábærir þjálfarar í þessari deild og allir að gera hlutina eins vel og þeir geta held ég en bara á mismunandi hátt. Það eru margar leiðir að settu marki og við höfum séð það í gegnum tíðina. Gefðu þessu fimm ár og sjáðu þá hvort að einhver lið hafi raunverulega skilið sig frá hinum. Ég held að það sé þá sem hægt sé að segja hvort að eitthvað hafi breyst og þá til batnaðar,“ sagði Óskar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Eru Breiðablik og Víkingur að stinga af? „Ég kem inn á mjög góðum tíma í íslenskum fótbolta. 2019 var ekki mikið um nýjungar. Liðin voru ekki farin að pæla í því hvað væri að gerast út í hinum stóra heimi hvað varðar fitness, greiningar og annað þess háttar. Ég kem inn þarna með ferskar hugmyndir og þurfti smá tíma til að vinna úr þeim. Óskar kemur inn á svipuðum tíma,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Arnar Gunnlaugsson að stýra liði Víkinga á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum.Vísir/Hulda Margrét Hlæja og gera grín þegar eitthvað nýtt kemur fram „Alltaf þegar eitthvað nýtt kemur inn á sjónarsviðið þá fara menn kannski aðeins að hlæja og gera kannski grín að því. Núna er einfaldlega staðan sú að þessi tvö lið hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi,“ sagði Arnar. „Hvað gerir það? Það gerir það að verkum að hin liðin þurfa að spýta í lófana sem þau eru að gera og eru að reyna að gera. Reyna að fylgja okkar fordæmi. Hvað þurfum við þá að gera? Við þurfum að spýta ennþá meira í lófana. Ég hugsa það bara íslenskum fótbolta til framdráttar hvað sé búið að gerast þrjú til fjögur síðustu ár,“ sagði Arnar. Arnar Gunnlaugsson.Vísir/Hulda Margrét Gríðarlegur rígur „Það er gríðarlegur rígur á milli þessara tveggja klúbba, milli Breiðabliks og Víkings. Maður sér það á samfélagsmiðlum á milli stuðningsmanna og því hvernig greinar ákveðnir blaðamenn í fjölmiðlum skrifa. Ég hef mjög gaman af því,“ sagði Arnar. „Það er líka gríðarleg virðing á milli klúbbanna tveggja. Ein af fyrstu skilaboðunum sem ég fæ eftir góðan árangur í Evrópukeppninni er frá Óskari. Hann vill fyrst og fremst að liðið hans sé að rústa mínu liði en hann vill líka allt íslenskum fótbolta til framdráttar. Rígur jú, en mikil virðing,“ sagði Arnar. Það má sjá þessi brot úr viðtalinu við þá báða hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira