Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt UMFÍ 17. ágúst 2022 11:14 Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear er ein þeirra greina sem boðið er upp á í Íþróttaveislu UMFÍ sem fram fer í fyrsta sinn í sumar. Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins. „Það myndast allt önnur tengsl á milli fólks og hunda þegar þau hlaupa saman. Ég tala nú ekki um þegar hlaupafélagarnir æfa saman að ákveðnu markmiði. Hundarnir eru svo líkir okkur, þeir finna sína vellíðunartilfinningu við hreyfingu og finnst samneytið skemmtilegt,“ segir hundahlauparinn Kolbrún Arna Sigurðardóttir, dýrahjúkrunarfræðingur og dýrasjúkraþjálfari á Dýraspítalanum í Garðabæ. Kolbrún Arna hefur átt husky-hunda í næstum 20 ár og hljóp með hundunum sínum áður en hún vissi að það væri sérstök íþrótt. Kolbrún Arna og Husky hundurinn hennar úti að hlaupa.Ólöf Gyða Risten Taktu þátt í Hundahlaupi Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear er ein þeirra greina sem boðið er upp á í Íþróttaveislu UMFÍ sem fram fer í fyrsta sinn í sumar. Hundahlaupið er unnið í samstarfi við ungmennafélagið Gróttu á Seltjarnarnesi. Hlaupið fer fram þann 25. ágúst og er skráning í fullum gangi. Í boði eru tvær hlaupaleiðir. Annar vegar 5 km tímataka og hins vegar 2 km leið fyrir þá sem vilja fara rólega með hundinn í göngutúr. Á keppnissvæðinu á Seltjarnarnesi verða tjaldbúðir með veitingum og vörusölu. Hlaupið verður þvi um leið hittingur hundaáhugafólks sem hefur gaman af því að sýna sig og sjá aðra og taka þátt í einstökum viðburði. „Hundarnir eru svo líkir okkur, þeir finna sína vellíðunartilfinningu við hreyfingu og finnst samneytið skemmtilegt,“ segir Kolbrún Arna. Hundahlaup (e. canicross) er grein í vexti á Íslandi en stór keppnisgrein úti í heimi og er komin í hóp með þekktari víðavangshlaupum. Sleðahundaklúbbur Íslands hefur verið helsti málsvari hundahlaups hér á landi og haldið Íslandsmeistaramót árlega síðastliðin tólf ár. Kolbrún Arna segir Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear einstakt, því við undirbúning þess fulltrúi íþróttahreyfingarinnar bankað upp á hjá hundahlaupurum og hundaeigendum og spurt um samstarf. Það var fyrsta skiptið sem slíkt gerist. „Við hundahlaupararnir höfum alltaf staðið utan við íþróttahreyfinguna og tekið lítið þátt í íþróttaviðburðum með öðrum. En núna erum við með,‟ segir Kolbrún Arna hæstánægð og leggur áherslu á að Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear sé fyrir alla, hlaupara og röltara, göngufólk, gönguhunda, hlaupahunda og fólk og hunda af öllum stærðum sem hafa gaman af því að hreyfa sig. „Þú getur hlaupið og líka rölt með hundinum þínum. Þetta er nefnilega frábær lýðheilsuviðburður,‟ segir hún. Í boði eru tvær hlaupaleiðir. Annar vegar 5 km tímataka og hins vegar 2 km leið fyrir þá sem vilja fara rólega með hundinn í göngutúr.Ólöf Gyða Risten Eini sjúkraþjálfari hunda á Íslandi En aftur að Kolbrúnu Örnu og hundunum hennar. „Ég eignaðist fyrsta husky-hundinn minn árið 2006. Þá voru í mesta lagi hundrað husky-hundar á Íslandi. Ég fór mikið út að ganga og hlaupa með honum, bæði innanbæjar og utan vegar. Hundunum fór fljótlega að fjölga eftir þetta og samhliða því jókst áhugi fólks á dráttarsporti með hunda. Ég fann mig strax í sleðasportinu því ég hafði hlaupið með hundunum og verið mikið í íþróttum síðan í æsku, í frjálsum og knattspyrnu með Hetti á Egilsstöðum,“ segir Kolbrún Arna. Höttur er aðildarfélag Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Hundar og kettir eru Kolbrúnu afar ofarlega í huga. Hún útskrifaðist sem stúdent frá VUC í Danmörku, fór með styrk UMFÍ í lýðháskóla á sínum yngri árum og upp úr því í framhaldsnám í dýrahjúkrunarfræði við Hansenborgarskóla í Kolding í Danmörku. Eftir það hélt hún áfram í sjúkraþjálfun fyrir hunda og ketti í Noregi. Hún útskrifaðist úr náminu árið 2017 og er sú eina hér á landi með þá menntun. Kolbrún Arnaleggur áherslu á að Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear sé fyrir alla, hlaupara og röltara og fólk og hunda af öllum stærðum sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Hlaupurum og hundum þarf að líða vel Kolbrún segir að um tólf ár séu síðan hún kveikti á því að fleiri en hún nytu þess að hlaupa með hundinum sínum. „Ég fór þá að kynna mér málið betur og sá að ég gat fengið betri taum og beisli fyrir hundana ásamt öðrum búnaði. Búnaðurinn skiptir miklu máli, bæði fyrir hlauparana og hundana. Ég hafði líka meðhöndlað óvenju marga hunda sem glímdu við álagsmeiðsli og lélega líkamsbeitingu. Hún skýrðist af því að þeir voru að ganga í beislum sem heftu hreyfingar þeirra eða þrýstu á þá á röngum stöðum. Fyrir nokkrum árum varð vitundarvakning í röðum hundaeigenda um að betra væri fyrir hunda að ganga með búkbeisli en hálsólar og nú er það orðið algengara,“ segir hún. Kolbrún Arna segir hlaup sín með hundunum hafa gjörbreyst eftir að hún kynntist rétta búnaðinum og fór sjálf að nota beisli og fleiri vörur frá Non-Stop Dogwear, sem hefur fest sig í sessi hjá hundahlaupurum. „Hlaupin breyttust mikið. Áður var ég með brjóstbeisli og taum án teygju eða hélt um tauminn. Eftir að ég hætti heimagerðum reddingum urðu hlaupin betri og upplifunin önnur. Nú rennum við saman í mjög gott flæði af því að við erum í alvöru að hlaupa saman,“ segir hún og bætir við að leitin að réttum búnaði til hundahlaupa sé líkust því að finna réttu hlaupaskóna. „Þegar hlaupara og hundi líður vel verður upplifun beggja miklu skemmtilegri,“ segir Kolbrún Arna að lokum. Hundaræktarfélag Íslands verður með stóra sýningu á Víðistaðatúni í Hafnarfirði nú um helgina. Von er á tvö þúsund manns með 1.200 hunda. Kolbrún Arna verður að sjálfsögðu á staðnum. Þar mun hún fræða fólk um heilsu hunda en að sjálfsögðu verður sömuleiðis kynning á Hundahlaupi UMFÍ og Non-Stop Dogwear á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar og skráning í hundahlaupið er á hlaup.is Gæludýr Hlaup Heilsa Hundar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Það myndast allt önnur tengsl á milli fólks og hunda þegar þau hlaupa saman. Ég tala nú ekki um þegar hlaupafélagarnir æfa saman að ákveðnu markmiði. Hundarnir eru svo líkir okkur, þeir finna sína vellíðunartilfinningu við hreyfingu og finnst samneytið skemmtilegt,“ segir hundahlauparinn Kolbrún Arna Sigurðardóttir, dýrahjúkrunarfræðingur og dýrasjúkraþjálfari á Dýraspítalanum í Garðabæ. Kolbrún Arna hefur átt husky-hunda í næstum 20 ár og hljóp með hundunum sínum áður en hún vissi að það væri sérstök íþrótt. Kolbrún Arna og Husky hundurinn hennar úti að hlaupa.Ólöf Gyða Risten Taktu þátt í Hundahlaupi Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear er ein þeirra greina sem boðið er upp á í Íþróttaveislu UMFÍ sem fram fer í fyrsta sinn í sumar. Hundahlaupið er unnið í samstarfi við ungmennafélagið Gróttu á Seltjarnarnesi. Hlaupið fer fram þann 25. ágúst og er skráning í fullum gangi. Í boði eru tvær hlaupaleiðir. Annar vegar 5 km tímataka og hins vegar 2 km leið fyrir þá sem vilja fara rólega með hundinn í göngutúr. Á keppnissvæðinu á Seltjarnarnesi verða tjaldbúðir með veitingum og vörusölu. Hlaupið verður þvi um leið hittingur hundaáhugafólks sem hefur gaman af því að sýna sig og sjá aðra og taka þátt í einstökum viðburði. „Hundarnir eru svo líkir okkur, þeir finna sína vellíðunartilfinningu við hreyfingu og finnst samneytið skemmtilegt,“ segir Kolbrún Arna. Hundahlaup (e. canicross) er grein í vexti á Íslandi en stór keppnisgrein úti í heimi og er komin í hóp með þekktari víðavangshlaupum. Sleðahundaklúbbur Íslands hefur verið helsti málsvari hundahlaups hér á landi og haldið Íslandsmeistaramót árlega síðastliðin tólf ár. Kolbrún Arna segir Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear einstakt, því við undirbúning þess fulltrúi íþróttahreyfingarinnar bankað upp á hjá hundahlaupurum og hundaeigendum og spurt um samstarf. Það var fyrsta skiptið sem slíkt gerist. „Við hundahlaupararnir höfum alltaf staðið utan við íþróttahreyfinguna og tekið lítið þátt í íþróttaviðburðum með öðrum. En núna erum við með,‟ segir Kolbrún Arna hæstánægð og leggur áherslu á að Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear sé fyrir alla, hlaupara og röltara, göngufólk, gönguhunda, hlaupahunda og fólk og hunda af öllum stærðum sem hafa gaman af því að hreyfa sig. „Þú getur hlaupið og líka rölt með hundinum þínum. Þetta er nefnilega frábær lýðheilsuviðburður,‟ segir hún. Í boði eru tvær hlaupaleiðir. Annar vegar 5 km tímataka og hins vegar 2 km leið fyrir þá sem vilja fara rólega með hundinn í göngutúr.Ólöf Gyða Risten Eini sjúkraþjálfari hunda á Íslandi En aftur að Kolbrúnu Örnu og hundunum hennar. „Ég eignaðist fyrsta husky-hundinn minn árið 2006. Þá voru í mesta lagi hundrað husky-hundar á Íslandi. Ég fór mikið út að ganga og hlaupa með honum, bæði innanbæjar og utan vegar. Hundunum fór fljótlega að fjölga eftir þetta og samhliða því jókst áhugi fólks á dráttarsporti með hunda. Ég fann mig strax í sleðasportinu því ég hafði hlaupið með hundunum og verið mikið í íþróttum síðan í æsku, í frjálsum og knattspyrnu með Hetti á Egilsstöðum,“ segir Kolbrún Arna. Höttur er aðildarfélag Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Hundar og kettir eru Kolbrúnu afar ofarlega í huga. Hún útskrifaðist sem stúdent frá VUC í Danmörku, fór með styrk UMFÍ í lýðháskóla á sínum yngri árum og upp úr því í framhaldsnám í dýrahjúkrunarfræði við Hansenborgarskóla í Kolding í Danmörku. Eftir það hélt hún áfram í sjúkraþjálfun fyrir hunda og ketti í Noregi. Hún útskrifaðist úr náminu árið 2017 og er sú eina hér á landi með þá menntun. Kolbrún Arnaleggur áherslu á að Hundahlaup UMFÍ og Non-Stop Dogwear sé fyrir alla, hlaupara og röltara og fólk og hunda af öllum stærðum sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Hlaupurum og hundum þarf að líða vel Kolbrún segir að um tólf ár séu síðan hún kveikti á því að fleiri en hún nytu þess að hlaupa með hundinum sínum. „Ég fór þá að kynna mér málið betur og sá að ég gat fengið betri taum og beisli fyrir hundana ásamt öðrum búnaði. Búnaðurinn skiptir miklu máli, bæði fyrir hlauparana og hundana. Ég hafði líka meðhöndlað óvenju marga hunda sem glímdu við álagsmeiðsli og lélega líkamsbeitingu. Hún skýrðist af því að þeir voru að ganga í beislum sem heftu hreyfingar þeirra eða þrýstu á þá á röngum stöðum. Fyrir nokkrum árum varð vitundarvakning í röðum hundaeigenda um að betra væri fyrir hunda að ganga með búkbeisli en hálsólar og nú er það orðið algengara,“ segir hún. Kolbrún Arna segir hlaup sín með hundunum hafa gjörbreyst eftir að hún kynntist rétta búnaðinum og fór sjálf að nota beisli og fleiri vörur frá Non-Stop Dogwear, sem hefur fest sig í sessi hjá hundahlaupurum. „Hlaupin breyttust mikið. Áður var ég með brjóstbeisli og taum án teygju eða hélt um tauminn. Eftir að ég hætti heimagerðum reddingum urðu hlaupin betri og upplifunin önnur. Nú rennum við saman í mjög gott flæði af því að við erum í alvöru að hlaupa saman,“ segir hún og bætir við að leitin að réttum búnaði til hundahlaupa sé líkust því að finna réttu hlaupaskóna. „Þegar hlaupara og hundi líður vel verður upplifun beggja miklu skemmtilegri,“ segir Kolbrún Arna að lokum. Hundaræktarfélag Íslands verður með stóra sýningu á Víðistaðatúni í Hafnarfirði nú um helgina. Von er á tvö þúsund manns með 1.200 hunda. Kolbrún Arna verður að sjálfsögðu á staðnum. Þar mun hún fræða fólk um heilsu hunda en að sjálfsögðu verður sömuleiðis kynning á Hundahlaupi UMFÍ og Non-Stop Dogwear á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar og skráning í hundahlaupið er á hlaup.is
Gæludýr Hlaup Heilsa Hundar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira