Keppir í kvöld því Súperman-stökkið virkaði Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 16:01 Joao Vitor de Oliveira kom sér í mark með svakalegum tilþrifum á EM. Getty/Matthias Hangst Joao Vitor de Oliveira er orðinn frægur fyrir stökkin sem hann tekur yfir marklínuna á frjálsíþróttamótum og það heppnaðist fullkomlega hjá honum í gær, í undankeppninni í 110 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að hafa eitt sinn rifbeinsbrotnað við að kasta sér yfir marklínuna þá hættir Oliveira ekki að taka sín Súperman-stökk. Í gær dugði það honum til þess að vinna sér sæti í undanúrslitum, sem fram fara í kvöld, og það munaði aðeins 2/1000 úr sekúndu. Hér að neðan má sjá stökkið. That dive to the line was timed to perfection! Joao Vitor De Oliveira qualifies for the 110m hurdles semifinal...by 0.002! #Munich2022 #BackToTheRoofs pic.twitter.com/pQlvlHeLsL— European Athletics (@EuroAthletics) August 16, 2022 Oliveira og Belginn Michael Obasuyi hlupu raunar báðir á 13,90 sekúndum en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Oliveira hefði eftir stökkið sitt náð að vera örlítið á undan. Oliveira keppir á EM fyrir hönd Portúgals en hann keppti áður fyrir hönd Brasilíu, til að mynda á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem stökk hans yfir marklínuna vakti einnig mikla athygli. „Ég geri þetta alltaf. Þetta var ekkert slys,“ sagði Oliveira eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir löngu síðan. Ef ég er í einhverri baráttu þá hendi ég mér fram. Ég gerði þetta á HM í Kína og braut rifbein. Fólk segir mér að vera ekki að gera þetta en ég geri þetta. Þetta kemur frá hjartanu,“ bætti hann við. Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa eitt sinn rifbeinsbrotnað við að kasta sér yfir marklínuna þá hættir Oliveira ekki að taka sín Súperman-stökk. Í gær dugði það honum til þess að vinna sér sæti í undanúrslitum, sem fram fara í kvöld, og það munaði aðeins 2/1000 úr sekúndu. Hér að neðan má sjá stökkið. That dive to the line was timed to perfection! Joao Vitor De Oliveira qualifies for the 110m hurdles semifinal...by 0.002! #Munich2022 #BackToTheRoofs pic.twitter.com/pQlvlHeLsL— European Athletics (@EuroAthletics) August 16, 2022 Oliveira og Belginn Michael Obasuyi hlupu raunar báðir á 13,90 sekúndum en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Oliveira hefði eftir stökkið sitt náð að vera örlítið á undan. Oliveira keppir á EM fyrir hönd Portúgals en hann keppti áður fyrir hönd Brasilíu, til að mynda á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem stökk hans yfir marklínuna vakti einnig mikla athygli. „Ég geri þetta alltaf. Þetta var ekkert slys,“ sagði Oliveira eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir löngu síðan. Ef ég er í einhverri baráttu þá hendi ég mér fram. Ég gerði þetta á HM í Kína og braut rifbein. Fólk segir mér að vera ekki að gera þetta en ég geri þetta. Þetta kemur frá hjartanu,“ bætti hann við.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira