Á vef Veðurstofunnar segir að á Suðvestur- og Vesturlandi ætti að vera úrkomuminna, en hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig, svalast á Vestfjörðum.
Á morgun og laugardag verða norðlægar áttir ríkjandi. Úrkoman einkum bundin við norðan- og austanvert landið og fremur svalt þar en mildara syðra og lengst af þurrt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðan- og norðaustan 3-10 m/s og víða skúrir, en 10-15 og rigning norðvestantil. Hiti 5 til 14 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á laugardag: Stíf norðanátt á vesturhelmingi landsins, en mun hægari eystra. Rigning og hiti 3 til 8 stig á norðanverðu landinu, en bjart sunnan heiða með hita að 15 stigum allra syðst.
Á sunnudag: Norðaustankaldi norðvestantil, en annars hægari breytileg átt. Sums staðar dálitlar skúrir, og hiti 5 til 14 stig að deginum, mildast sunnan heiða.
Á mánudag og þriðjudag: Austan- og norðaustanátt og rigning með köflum, en milt veður að deginum.
Á miðvikudag: Útlit fyrir breytilega vindátt með vætu, einkum norðan- og austantil. Hiti breytist lítið.