Ráðgert er að fundinum ljúki um hálf eitt og verði niðurstöðurnar þá kynntar. Tillögur meirihlutans að aðgerðum í leikskólamálum verða umræðuefni fundarins og þá hafa Sjálfstæðismenn farið fram á að þeirra tillögur til aðgerða verði einnig ræddar.
Meðal tillagna Sjálfstæðismanna er að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin.
Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr ráðhúsinu í morgun.