Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 13:17 Foreldrar og börn spjalla við fulltrúa í borgarráði. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. Foreldrar og börn á leikskólaaldri hafa haldið til í ráðhúsi Reykjavíkur í dag til að mótmæla þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni. Leikskólamálin voru til umræðu á fundi borgarráðs í morgun, sem samþykkti sex tillögur meirihlutans að bráðaaðgerðum í þessum málum. Skúli Helgason borgarfulltrúi kynnti tillögurnar á blaðamannafundi: Að opna Ævintýraborgir á Nauthólsvegi strax í september. Ævintýraborg verði opnaðar að hluta í september en ekki október eins og áður var ráðgert. Þá verði aðlögun barna kláruð á einum mánuði en ekki tveimur og að fyrir miðjan októbermánuð verði öll börnin sem þar bíða eftir plássi komin inn. Lögð verður áhersla á að klára húsnæðið fyrst og ráðist verður í framkvæmdir á útisvæði þegar því er lokið, en á meðan það er ónothæft verður Öskjuhlíðin notuð til útivistar. Borgin muni leita leiða til að nýta það húsnæði sem borgin á, til að taka við nýjum börnum. Korpúlfsskóli komi þar til greina en foreldrar komi til með að veita álit hvað það varðar. Þar sé hægt að rúma talsverðan fjölda, 120 til 150 börn eftir því hvað þau séu gömul. Einnig komi til greina að nýta leikskólann Bakka, sem rúmi fjörutíu börn, með fyrirvara um mönnun. Auk þess komi til greina að nýta frístundaheimilin fyrri hluta dagsins og sömuleiðis húsnæði íþróttafélaga. Nýr leikskóli verði byggður í Fossvogi, þar sem möguleiki er að setja upp sambærilegt húsnæði og verið er að reisa við Nauthólsveg. Þar væri hægt að taka á móti 100 börnum en raunhæft sé að bygging þess skóla taki um níu mánuði og verði því tilbúinn til notkunar um mitt næsta ár. Leikskólinn Steinahlíð við Suðurlandsbraut, sem nú rúmar 55 börn, verði stækkaður. Leikskólinn er í eigu Sumargjafar en borgin er nú í samtali um að hann verði stækkaður í samstari við borgina. Dagforeldrakerfið verði styrkt, niðurgreiðslur til þeirra verði hækkaðar og styrkir auknir. Þetta sé þó hugmynd sem útfæra þurfi nánar en fari strax í vinnslu. Verklag við leikskólainnritun verði betra. Oft sé nú erfitt að fá upplýsingar um hvert foreldrar geti leitað til að fá pláss fyrir börnin sín. Öllum þeim málum verði komið í stafrænt form á netinu og foreldrar geti þannig farið á vef borgarinnar og fengið skýra mynd og sótt um með einföldum hætti. Samningar við sjálfstætt starfandi leikskóla verði vonandi gerfið svo þeir verði einnig inn í sama innritunarkerfi. Einar Þorsteinsson, sem kynnti fundinn, sagði að fín samstaða hafi verið um aðgerðirnar í borgarráði og tillögum frá minnihlutanum hafi verið tekið vel. Þær hafi verið teknar inn í ofangreindar tillögur. Tillögurnar hafi verið unnar mjög hratt undanfarna daga til að bregðast við mótmælum uppgefinna foreldra. Fyrsta skref sé að flýta framkvæmdum og fjölga aðgerðum til að auka framboð af plássum. Vinnan haldi áfram eftir þetta en þetta sé fyrsta skrefið og í framhaldinu verði gefnar út skýrslur um hvernig aðgerðunum miði áfram. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, kynnti aðgerðirnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Aðgerðir kynntar í leikskólamálum í Reykjavík Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Foreldrar og börn á leikskólaaldri hafa haldið til í ráðhúsi Reykjavíkur í dag til að mótmæla þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni. Leikskólamálin voru til umræðu á fundi borgarráðs í morgun, sem samþykkti sex tillögur meirihlutans að bráðaaðgerðum í þessum málum. Skúli Helgason borgarfulltrúi kynnti tillögurnar á blaðamannafundi: Að opna Ævintýraborgir á Nauthólsvegi strax í september. Ævintýraborg verði opnaðar að hluta í september en ekki október eins og áður var ráðgert. Þá verði aðlögun barna kláruð á einum mánuði en ekki tveimur og að fyrir miðjan októbermánuð verði öll börnin sem þar bíða eftir plássi komin inn. Lögð verður áhersla á að klára húsnæðið fyrst og ráðist verður í framkvæmdir á útisvæði þegar því er lokið, en á meðan það er ónothæft verður Öskjuhlíðin notuð til útivistar. Borgin muni leita leiða til að nýta það húsnæði sem borgin á, til að taka við nýjum börnum. Korpúlfsskóli komi þar til greina en foreldrar komi til með að veita álit hvað það varðar. Þar sé hægt að rúma talsverðan fjölda, 120 til 150 börn eftir því hvað þau séu gömul. Einnig komi til greina að nýta leikskólann Bakka, sem rúmi fjörutíu börn, með fyrirvara um mönnun. Auk þess komi til greina að nýta frístundaheimilin fyrri hluta dagsins og sömuleiðis húsnæði íþróttafélaga. Nýr leikskóli verði byggður í Fossvogi, þar sem möguleiki er að setja upp sambærilegt húsnæði og verið er að reisa við Nauthólsveg. Þar væri hægt að taka á móti 100 börnum en raunhæft sé að bygging þess skóla taki um níu mánuði og verði því tilbúinn til notkunar um mitt næsta ár. Leikskólinn Steinahlíð við Suðurlandsbraut, sem nú rúmar 55 börn, verði stækkaður. Leikskólinn er í eigu Sumargjafar en borgin er nú í samtali um að hann verði stækkaður í samstari við borgina. Dagforeldrakerfið verði styrkt, niðurgreiðslur til þeirra verði hækkaðar og styrkir auknir. Þetta sé þó hugmynd sem útfæra þurfi nánar en fari strax í vinnslu. Verklag við leikskólainnritun verði betra. Oft sé nú erfitt að fá upplýsingar um hvert foreldrar geti leitað til að fá pláss fyrir börnin sín. Öllum þeim málum verði komið í stafrænt form á netinu og foreldrar geti þannig farið á vef borgarinnar og fengið skýra mynd og sótt um með einföldum hætti. Samningar við sjálfstætt starfandi leikskóla verði vonandi gerfið svo þeir verði einnig inn í sama innritunarkerfi. Einar Þorsteinsson, sem kynnti fundinn, sagði að fín samstaða hafi verið um aðgerðirnar í borgarráði og tillögum frá minnihlutanum hafi verið tekið vel. Þær hafi verið teknar inn í ofangreindar tillögur. Tillögurnar hafi verið unnar mjög hratt undanfarna daga til að bregðast við mótmælum uppgefinna foreldra. Fyrsta skref sé að flýta framkvæmdum og fjölga aðgerðum til að auka framboð af plássum. Vinnan haldi áfram eftir þetta en þetta sé fyrsta skrefið og í framhaldinu verði gefnar út skýrslur um hvernig aðgerðunum miði áfram. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, kynnti aðgerðirnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Aðgerðir kynntar í leikskólamálum í Reykjavík Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Bein útsending: Aðgerðir kynntar í leikskólamálum í Reykjavík Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58
Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent