Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 15:01 Þorgrímur Smári mun ekki þurfa að nota harpix á komandi leiktíð. Vísir/Elín Björg Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti