Lífið

Birtir launa­­seðil og segir endur­­­skoðandann hafa gleymt að skila fram­talinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd.
Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd.

Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, þvertekur fyrir að vera launahæsti áhrifavaldurinn eins og fram kemur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag.

Hann segist hafa verið með um 700 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra. Endurskoðandi hans hafi klúðrað að senda inn skattframtalið hans.

Þorstein gerir fréttaflutningum af launum sínum að umtalsefni á Facebook-síðu Karlmennskunnar. Samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar var hann með um 1,3 milljónir króna á mánuði. Sem Þorsteinn segir alls ekki rétt.

„Mikið vildi ég að það væri raunin en mér finnst réttast að benda ykkur allavega á hið rétta. Launin mín voru um 700 þus kr 2021. Laun sem koma til vegna fyrirlestra, samstarfs og ráðgjafar í jafnréttismálum,“ segir Þorsteinn.

Launaseðill Þorsteins frá því í október.

„Ástæða mismunarins felst í því að allur rekstur í tengslum við Karlmennskuna (átakið jákvæð karlmennska þmt styrkir v grafík, auglýsinga ofl, leiga húsnæðis, kaup búnaðar o.fl) er áætlað sem laun. Á meðan stór hluti er kostnaður. Þetta hljómar eins og lygasaga, en ástæða þess að launin eru sögð mun hærri en þau eru í raun er vegna þess að endurskoðandinn gleymdi að skila skattframtalinu mínu.“

Þorsteinn deilir launaseðli fyrir október á Facebook og sömuleiðis skjáskoti af svari endurskoðandans þegar hann fékk óvænt ansi háan áætlaðan skatt í maí síðastliðnum.

Þorsteinn birtir tölvupóst frá endurskoðanda sínum frá því í lok maí.

„Þá vitiði það, en ég væri svosum alveg til í að vera með rúma milljón á mánuði. Mér finnst hins vegar mikilvægt að vera heiðarlegur og leiðrétta misskilninginn,“ segir Þorsteinn og titlar sig, á léttum nótum, „ekki launahæsti áhrifavaldurinn.“

Rætt var við Þorstein um Karlmennskuna í Íslandi í dag árið 2018.




Tengdar fréttir

Þor­­steinn og Birgitta Líf tekju­hæst á­hrifa­valda

Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×