Fer framtíðin auðveldlega framhjá okkur? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun