Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2022 12:00 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira