„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. ágúst 2022 14:16 Skemmdarverkið sem um ræðir, það virðist hafa verið skorið á böndin. Vísir/Sigurjón Ólason Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti. Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira
Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira
Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18