Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:46 Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. Tæplega helmingur landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands samkvæmt nýrri Gallúp könnun. Drífa sagði starfi sínu lausu 10. ágúst síðastliðinn vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar sem hún segir að hafi dregið úr vinnugleði og baráttuanda. Könnunin var þó keyrð út fimm dögum áður en hún tók ákvörðun um starfslok. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR nýtur þá tæplega 21% stuðnings aðspurðra en fast á hæla hans kemur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins en tæp 18% sögðust treysta honum best til þess að gegna embætti forseta ASÍ. „Ég fer svo sem ekkert í grafgötur með það að ég myndi vilja sjá Ragnar Þór Ingólfsson taka þetta embætti ef hann fengist til þess en ég veit ekki hver hugur hans er til þess í þeim efnum. Ragnar hefur staðið sig gríðarlega vel sem formaður VR sem er stærsta félagið innan Alþýðusambandsins og hefur alla burði til þess að láta gott af sér leiða í þessu veigamikla embætti,“ segir Vilhjálmur. Inntur eftir viðbrögðum við gríðarlegum stuðningi sem Drífa nýtur samkvæmt könnuninni segist hann ekki gera neinar athugasemdir við hann. „Þetta er skoðun fólks en ég hef trú á því að almenningur hafi kannski ekki sömu upplýsingar um hvernig ágreiningurinn, samstarfið og áherslumunurinn hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar.“ Breytingar innan ASÍ forsenda framboðs Ragnar Þór kveðst þakklátur fyrir sýndan stuðning og segir marga hafa komið að máli við hann og hvatt hann til að taka slaginn. Hann útilokar ekki framboð. „Það er bara svo margt sem þarf að lagast innan Alþýðusambandsins og gera þarf ákveðnar breytingar á strúktúr þess til að fá meiri virkni þannig að hlutverk forsetans verði fyrst og fremst að sinna áherslumálum aðildarfélaganna, gæta jafnræðis og vera þetta sameiningartákn.“ Hann verði því að kanna hvort það sé vilji innan aðildarfélaganna að breytingar verði gerðar. „Í óbreyttri mynd get ég sagt að ég hef takmarkaðan áhuga á þessu starfi en ef það er vilji til þess innan aðildarfélaganna að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þannig að það virki og verði það afl sem því var ætlað að vera og að öll aðildarfélögin, hvort sem þau eru stór eða smá, njóti sannmælis og að áherslurnar fái að skína í gegn og að Alþýðusambandið verði ekki einhvers konar millilag þar sem áherslur einstakra blokka eða fylkinga verði alltaf ofan á.“ „Ef ég sé að það er vilji til að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þá get ég sagt að ég hafi áhuga á að taka það verkefni að mér.“ Kjaramál Vinnumarkaður Skoðanakannanir ASÍ Tengdar fréttir Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. 19. ágúst 2022 07:09 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tæplega helmingur landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands samkvæmt nýrri Gallúp könnun. Drífa sagði starfi sínu lausu 10. ágúst síðastliðinn vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar sem hún segir að hafi dregið úr vinnugleði og baráttuanda. Könnunin var þó keyrð út fimm dögum áður en hún tók ákvörðun um starfslok. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR nýtur þá tæplega 21% stuðnings aðspurðra en fast á hæla hans kemur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins en tæp 18% sögðust treysta honum best til þess að gegna embætti forseta ASÍ. „Ég fer svo sem ekkert í grafgötur með það að ég myndi vilja sjá Ragnar Þór Ingólfsson taka þetta embætti ef hann fengist til þess en ég veit ekki hver hugur hans er til þess í þeim efnum. Ragnar hefur staðið sig gríðarlega vel sem formaður VR sem er stærsta félagið innan Alþýðusambandsins og hefur alla burði til þess að láta gott af sér leiða í þessu veigamikla embætti,“ segir Vilhjálmur. Inntur eftir viðbrögðum við gríðarlegum stuðningi sem Drífa nýtur samkvæmt könnuninni segist hann ekki gera neinar athugasemdir við hann. „Þetta er skoðun fólks en ég hef trú á því að almenningur hafi kannski ekki sömu upplýsingar um hvernig ágreiningurinn, samstarfið og áherslumunurinn hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar.“ Breytingar innan ASÍ forsenda framboðs Ragnar Þór kveðst þakklátur fyrir sýndan stuðning og segir marga hafa komið að máli við hann og hvatt hann til að taka slaginn. Hann útilokar ekki framboð. „Það er bara svo margt sem þarf að lagast innan Alþýðusambandsins og gera þarf ákveðnar breytingar á strúktúr þess til að fá meiri virkni þannig að hlutverk forsetans verði fyrst og fremst að sinna áherslumálum aðildarfélaganna, gæta jafnræðis og vera þetta sameiningartákn.“ Hann verði því að kanna hvort það sé vilji innan aðildarfélaganna að breytingar verði gerðar. „Í óbreyttri mynd get ég sagt að ég hef takmarkaðan áhuga á þessu starfi en ef það er vilji til þess innan aðildarfélaganna að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þannig að það virki og verði það afl sem því var ætlað að vera og að öll aðildarfélögin, hvort sem þau eru stór eða smá, njóti sannmælis og að áherslurnar fái að skína í gegn og að Alþýðusambandið verði ekki einhvers konar millilag þar sem áherslur einstakra blokka eða fylkinga verði alltaf ofan á.“ „Ef ég sé að það er vilji til að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þá get ég sagt að ég hafi áhuga á að taka það verkefni að mér.“
Kjaramál Vinnumarkaður Skoðanakannanir ASÍ Tengdar fréttir Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. 19. ágúst 2022 07:09 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. 19. ágúst 2022 07:09
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14