Lífið

Rómantískur sumarbústaður Péturs Gauts og Berglindar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vala Matt heimsótti Berglindi og Petur Gaut.
Vala Matt heimsótti Berglindi og Petur Gaut. Vala Matt

Pallar og tréstígar eru um allt sumarbústaðaland listahjónanna Pétur Gauts og Berglindar Guðmundsdóttur. Gras innkeyrsla er við bústaðinn þar sem hægt er að tjalda. Vala Matt fór í heimsókn til þeirra í sveitina og skoðaði bústaðinn.

Bústaðurinn er innréttaður með gömlum húsgögnum frá fjölskyldunni og allt í fallegum gamaldags stíl. 

„Þetta er samansafn af minningum þetta hús,“ útskýrir Berglind. Í bústaðnum eru meðal annars fallegir Kjarval stólar sem hafa verið lengi í fjölskyldunni. 

„Við erum búin að eiga bústaðinn í 22 ár svo það er kominn tími á að við gerum eitthvað.“

Berglind hefur hannað fjölda útisvæða við bústaðinn þannig að alltaf er hægt að njóta sólar. Svo er gestahúsið einstaklega skemmtilegt og vinnustofa Péturs er ævintýraleg með glerþaki og auðvitað nóg af málverkum eftir listamanninn sjálfan.

Bústaðurinn heitir Klof og útskýra þau nafnið í þættinum.  Innlit Völu Matt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Nota blómapott sem grill í garðinum

Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og landslagsarkitektinn Berglind Guðmundsdóttir búa í Hafnarfirði þar sem nostrað hefur verið við garðinn sem Berglind hannaði sjálf. Í garðinum má með annars finna blómapott sem er notaður sem grill og gólfsíðar hurðar sem þau settu til þess að komast beint út í garð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.