Sport

Dagskráin í dag: Íslenski og ítalski boltinn, golf, rafíþróttir og NFL

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stjörnumenn taka á móti KA í Bestu-deild karla í kvöld.
Stjörnumenn taka á móti KA í Bestu-deild karla í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á sportrásum Stövar 2 í dag og verður boðið upp á beinar útsendingar frá morgni og langt fram á nótt.

Stöð 2 Sport

Besta-deild karla á heima á Stöð 2 Sport og í kvöld verður leikur Stjörnunnar og KA í beinni útsendingu. Útsendingin hefst klukkan 19:00 og að leik loknum verður Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leiknum.

Stöð 2 Sport 2

Þrjár beinar útsendingar verða á Stöð 2 Sport 2 í dag og við hefjum leik klukkan 16:20 á viðureign Napoli og Monza í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, áður en Atalanta tekur á móti AC Milan klukkan 18:35.

Á slaginu miðnætti er svo komið að viðureign Arizona Cardinals og Baltimore Ravens í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.

Stöð 2 Sport 3

Það eru einnig tveir leikir í ítalska boltanum á Stöð 2 Sport 3, en klukkan 16:20 mætast Empoli og Fiorentina áður en  Hellas Verona heimsækir Bologna klukkan 18:35.

Stöð 2 Golf

Lokadagur D+D Real Czech Masters á Evrópumótaröðinni, DP World Tour, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf frá klukkan 11:00. Klukkan 16:00 er svo komið að lokadegi BMW Championship á PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 eSport

BLAST Premier mótið í CS:GO heldur áfram frá klukkan 10:30 og verður spilað fram á kvöld. Þá er Sandkassinn einnig á dagskrá með sinn vikulega þátt klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×